Microsoft Copilot í Outlook
Útgáfudagur: 13/08/25
Síðast uppfært: 19/08/25
Þetta námskeið miðar að því að efla færni þátttakenda í að nýta Microsoft Copilot til að skrifa, svara og greina tölvupósta, sem og til að undirbúa fundi og nýta spjallkerfi. Lögð er áhersla á hagnýta notkun í daglegum samskiptum með hjálp gervigreindar, hvort sem er í formi tölvupóstsamskipta, fundartilhögunar eða samtals með Copilot Chat. Námskeiðið nýtist vel öllum sem vilja bæta fagmennsku og skilvirkni í skrifum og skipulagi samskipta.
Fyrir hverja?
Starfsfólk sem notar tölvupóst og fundarboð í daglegum samskiptum.
Notendur sem vilja auka framleiðni með Copilot.
Alla sem vilja einfalda og bæta texta í formlegum samskiptum.