Matvælaöryggi

Útgáfudagur: 07/04/25
Síðast uppfært: 24/04/25

Námskeiðið fjallar um meðhöndlun matvæla í iðnaðareldhúsi, matvælalöggjöfina þar sem ábyrgðin er hjá fyrirtækjunum sjálfum og á sama tíma er áhersla lögð á að öryggi sé tryggt í allri matvælakeðjunni, allt frá slátrun og þar til matarins er neytt. 

 

Farið í HACCP eða GÁMES (Greining hættu og mikilvægra stýristaða) aðferðafræðina sem gegnir lykilhlutverki í þessu samhengi. Einnig er fjallað um mikilvægi innra eftirlits sem lýkur aldrei og ávallt skal það tryggt að það skili tilætluðum árangri.  Fjallað er um vörumóttöku og hreinlæti, geymslu og vinnslu matvæla, frystingu matvæla, starfsfólk á vinnustaðnum og loks farið yfir áhættumat. 

 

Fyrir hverja?

Öll matvælafyrirtæki á Íslandi sem og stóreldhús sem verða sem fyrr segir að fylgja matvælalöggjöfinni og tryggja ávallt öryggi í matvælaframleiðslu.