Persónuvernd - helstu meginreglur og hugtök

Útgáfudagur: 18/09/25
Síðast uppfært: 28/09/25

Um hvað er námskeiðið? 

Stjórnendur og starfsmenn þurfa að vera meðvitaðir um hvernig reglur um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga hafa áhrif á starfsemi fyrirtækja og daglegt starf. Námskeiðið veitir yfirsýn yfir meginreglur persónuverndarlöggjafarinnar, lykilhugtök og kröfur sem fyrirtæki og stofnanir þurfa að uppfylla.

Markmið:
Að þátttakendur:

  • öðlist þekkingu á helstu meginreglum persónuverndar, svo sem varðandi lögmætisgrundvöll vinnslu, meðalhóf, gagnsæi o.fl.

  • geri sér grein fyrir áhrifum og mikilvægi persónuverndar á innra starf og verklag innan fyrirtækja/stofnana.

  • fái innsýn í helstu skyldur varðandi verklag og öryggisráðstafanir.

 

Leiðbeinandi 

Lára Herborg Ólafsdóttir

Fyrir hverja? 

Alla