Vaktavinna og svefn - hvernig verndum við heilsuna?
Útgáfudagur: 08/07/25
Síðast uppfært: 08/07/25
Um hvað er námskeiðið?
Vaktavinna hefur veruleg áhrif á líkamsklukku, svefn og heilsu. Á þessu námskeiði fá þátttakendur innsýn í hvernig vaktaskipulag, lífsstíl og svefnvenjur geta ýmist dregið úr eða aukið áhrif vaktavinnu á svefn. Farið er yfir ráðleggingar byggðar á nýjustu rannsóknum til að bæta svefn, auka orku og vernda andlega og líkamlega heilsu þeirra sem starfa á vöktum. Hentar öllum sem vinna utan hefðbundins dagvinnutíma – og stjórnendum sem bera ábyrgð á vaktaskipulagi.
Leiðbeinandi
Dr. Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og framkvæmdastjóri Betri svefns. Hún hefur sérhæft sig í svefnrannsóknum og meðferð svefnvanda og er einn helsti sérfræðingur landsins á þessu sviði.