Microsoft Copilot í Excel
Útgáfudagur: 13/08/25
Síðast uppfært: 15/08/25
Námskeiðið er hannað fyrir notendur sem vilja ná betri tökum á gagnavinnslu og greiningu með hjálp Microsoft Copilot. Námskeiðið fer í gegnum allt ferlið — frá því að undirbúa gögnin og setja þau fram í töflum, yfir í að greina texta og myndefni með háþróuðum aðferðum. Áhersla er lögð á skýra framsetningu, hagnýt dæmi og þjálfun í því að nota bæði einfaldar og flóknar greiningaraðferðir með Copilot og Python.
Fyrir hverja?
Fyrir þá sem vilja nýta Copilot betur í daglegu starfi
Fyrir þá sem vinna með gögn í Excel, skjölum eða öðrum kerfum
Fyrir þá sem vilja hefja grunnvinnslu í Python til gagnagreiningar