Vörn gegn veggjalús (bedbugs)

Útgáfudagur: 04/12/25
Síðast uppfært: 04/12/25

Um hvað er námskeiðið?

Þetta stutta námskeið fjallar um veggjalýs eða bedbugs og hvernig þær geta borist á gististaði. Þú lærir að þekkja lýsnar, fylgjast með þeim og grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir útbreiðslu. Námskeiðið gefur leiðbeiningar um eftirlit, hreingerningu, meðhöndlun á fötum og húsgögnum og loks leiðbeiningar um samskipti við gesti ef veggjalús finnst. Markmiðið er að viðhalda hreinum og öruggum gististöðum með skilvirkum og skynsamlegum aðgerðum. 

Fyrir hverja? 

Þetta námskeið er fyrst og fremst fyrir eigendur og starfsfólk gististaða en einnig alla sem vilja þekkja rétt viðbrögð, grípa til aðgerða til útrýmingar og tryggja að gestir verði ekki fyrir áhrifum, allt til að halda gististöðum hreinum og öruggum.