Lýsing námskeiðs & skráning

Samskipti og samræður

Samskipti og samræður skipta gríðarmiklu máli þegar fólk er að vinna saman, hvort sem er í hópum eða deildum og sviðum. Íslendingar eru ekki þekktir fyrir góðar umræður og þurfa þess vegna, umfram aðra, að vera vakandi fyrir hvað gerir samskipti góð og samræður markvirkar.

Um hvað er námskeiðið?
Námskeiðið fjallar um virka hlustun, að vera til staðar, tilefni, atgervi, aðstæður, innrömmun, spurningar, samtalstækni, sannfæringu og endurgjöf. Farið er yfir þessa þætti með það að leiðarljósi að efla hæfni fólks til þess að eiga góðar samræður og efla samvinnu.

Fyrir hverja?
Samskipti og samræður er fyrir alla þá sem þurfa að taka þátt í hópvinnu og fyrir alla þá sem góð samskipti er lykillinn á góðri samvinnu og árangri. Með góðum samskiptum er hægt að koma í veg fyrir ágreining og hægt að efla líkur á árangri í verkefnavinnu.

Verð:
24.000 kr.

Námskeiðslýsing:

 • Kynning (2 mín.)
 • Að vera til staðar (3 mín.)
 • Þátttakendur (5 mín.)
 • Aðstæður (3 mín.)
 • Atgervi (6 mín.)
 • Innrömmun (4 mín.)
 • Virk hlustun (6 mín.)
 • Spyrillinn (7 mín.)
 • Samtalstækni (10 mín.)
 • Sannfæring (5 mín.)
 • Endurgjöf (5 mín.)

Heildarlengd: 56 mín.

Hagnýt atriði:

 • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
 • Lærðu á þínum hraða, hvar, eins oft og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil
 • Námskeiðið er einnig í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði. (sjá nánar)
 • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 90% af námskeiðsgjaldi. Vinnustaðir geta einnig sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð (óháð starfsmanni) inná www.attin.is
 • Vinnumálastofnun veitir jafnframt möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af námskeiðsgjaldi

 

Leiðbeinendur

Dr. Eyþór Ívar Jónsson

Dr. Eyþór Ívar Jónsson, er sérfræðingur á sviði stjórnunar og viðskiptafræða og einn reyndasti MBA kennari Norðurlandanna. Eyþór kennir námskeiðin miniMBA – Fjármál fyrirtækja, fjártækni og árangursstjórnun og Leiðtogi í fjármögnun og fjárfestingum hjá Akademias.

Hoobla - Systir Akademias