Samskipti og samræður skipta gríðarmiklu máli þegar fólk vinnur saman, svo sem í hópum, deildum og sviðum. Íslendingar eru ekki þekktir fyrir góðar umræður og þurfa þess vegna, umfram aðra að vera vakandi fyrir hvað gerir samskipti góð og samræður markvirkar.
Um hvað er námskeiðið?
Námskeiðið fjallar um virka hlustun, að vera til staðar, tilefni, atgervi, aðstæður, innrömmun, spurningar, samtalstækni, sannfæringu og endurgjöf. Farið er yfir þessa þætti með að leiðarljósi að efla hæfni fólks til að eiga góðar samræður og efla samvinnu.
Með góðum samskiptum er hægt að koma í veg fyrir ágreining og hægt að efla líkur á árangri í verkefnavinnu.
Fyrir hverja?
Námskeiðið er fyrir alla sem þurfa að taka þátt í hópvinnu og fyrir alla þar sem góð samskipti eru lykillinn að góðri samvinnu og árangri.