Lýsing námskeiðs og skráning

Innhverf íhugun

Innhverf íhugun opnar dyrnar að fullum andlegum þroska. Víðtækar rannsóknir hafa sýnt að hún dregur úr streitu og kvíða sem kemur fram í auknum innri friði, sköpunarmætti, betri heilsu, árangri og hamingju.

Maharishi Mahesh Yogi færði heiminum Innhverfa íhugun fyrir 50 árum. Nú hafa um 5 milljónir manna lært tæknina. Aðferðin er einföld og huganum fullkomlega eðlileg. Hægt er að kenna börnum allt niður í fjögurra ára aldur.

Um hvað er námskeiðið?
Innhverf íhugun hefur algera sérstöðu. Hún er í grundvallaratriðum frábrugðin öðrum íhugunar- og slökunaraðferðum. Nýleg rannsókn á starfsemi heilans, meðan á íhugun eða hugleiðslu stendur, sýnir að flokka má íhugunaraðferðir í þrennt: einbeitingu,  gjörhygli (mindfulness) og sjálfvirka reynslu af „transcendental“ vitund, en það hugtak er notað til að lýsa því sem gerist í innhverfri íhugun. Rannsóknin birtist í tímaritinu Vitund og skynjun (Consciousness and Cognition).

Innhverf íhugun er aðeins kennd frá manni til manns af sérmenntuðum kennurum. Iðkað er tvisvar á dag, í stól, með lokuð augu.

Fyrir hverja?
Innhverf íhugun er fyrir alla sem hafa áhuga á þessari einföldu hugrænu tækni. Hún er fyrir venjulegt fólk sem vill meiri lífsgæði, auka starfsorku, verða skýrari í hugsun og bæta andlega heilsu sína.

 

Námskaflar og tími:

 • Hvað er innhverf íhugun? - 5 mínútur.
 • Hljóðasta svið hugans - 2 mínútur.
 • Hvernig komumst við inn á við? - 2 mínútur.
 • Eðli hugans - 2 mínútur.
 • Þrjár megin aðferðir - 3 mínútur.
 • Djúp líkamleg hvíld - 4 mínútur.
 • Aukið heilbrigði - 4 mínútur.
 • Áhrifin á heilann - 2 mínútur.
 • Mantra - farartæki inn á við - 2 mínútur.
 • Hvernig lærir maður? - 3 mínútur.

Heildarlengd: 29 mínútur.

Textun í boði:
Enska og íslenska.

Verð:
24.000 kr.

Hagnýtar upplýsingar

TILBOÐ í takmarkaðan tíma.
Árs áskrift af um 160 MasterClass námskeiðum Akademias. Verð: 99.000 kr. Sjá nánar hér.

 • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
 • Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
 • Hægt að læra í gegnum vefsíðu Akademias en einnig með Akademias appinu (fyrir Android og iPhone)
 • Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
 • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 100% af verði námskeiðs.
 • Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
 • Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.

 

Leiðbeinandi

Ari Halldórsson

Ari Halldórsson er formaður Íslenska íhugunarfélagsins og kennari í innhverfri íhugun.