Lýsing námskeiðs og skráning

Meðvirkni, orsök og afleiðingar

Á þessu vinsæla námskeiði er meðvirknin útskýrð á máta sem þú hefur ekki séð áður. Á námskeiðinu færðu góða yfirsýn yfir birtingarmyndir og einkenni meðvirkninnar og hverjar raunverulegar orsakir hennar eru. Meðal þess sem farið er yfir er greiningarmódel Piu Mellody sem rannsakað hefur meðvirknina og gefið út nokkrar bækur um hana. Fjallað er um áföll í samskiptum í uppvextinum (e. relational trauma) og tengsl þeirra við meðvirka hegðun.  Þá er einnig fjallað um leiðir sem mælt er með til þess vinna úr einkennum meðvirkninnar.  

 

Námskaflar og tími:

  • Inngangur og yfirlit - 3 mínútur.
  • Saga meðvirknihugtaksins - 6 mínútur.
  • Einkennalistar - 9 mínútur.
  • Orsakir meðvirkni - 22 mínútur.
  • Meðvirknimódel - Verðmæti - 18 mínútur.
  • Meðvirknimódel - Viðkvæm - 5 mínútur.
  • Meðvirknimódel - Háð - 3 mínútur.
  • Meðvirknimódel - Ófullkomin og hvatvís - 7 mínútur.
  • Tekist á við vandamál - 6 mínútur.
  • Lausnir - 6 mínútur.

Heildarlengd: 85 mínútur.

Verð:
18.000 kr.

Hagnýtar upplýsingar

  • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
  • Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
  • Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 100% af verði námskeiðs.
  • Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
  • Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.

 

Leiðbeinandi

Valdimar Þór Svavarsson

Valdimar Þór Svavarsson er ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu, ráðgjafarþjónustu.
Valdimar er með MS gráðu í stjórnun og stefnumótun og BA gráðu í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Hann er sérfræðimenntaður í áfalla- og uppeldisfræðum Piu Mellody, sem fjalla um áföll í samskiptum í uppvextinum sem hafa áhrif á mótun okkur síðar meir, í daglegu tali kallað meðvirkni.
Valdimar er einnig með ACC vottun sem markþjálfi og teymisþjálfi. Hann hefur víðtæka reynslu af vinnu með stjórnendum og öðru starfsfólki fyrirtækja og stofnana í tengslum við samskipti, starfsanda og virðingu á vinnustað. Valdimar veitir einnig viðtalstíma fyrir einstaklinga, hjón og pör. Nánari upplýsingar á www.fyrstaskrefid.is

Hoobla - Systir Akademias