Heilsuefling og sjálfsrækt
Meðvirkni, orsök og afleiðingar
Meðvirknin er mjög alvarlegt vandamál sem snertir mun fleiri en marga grunar. Á þessu vinsæla námskeiði er meðvirknin útskýrð á máta sem þú hefur ekki séð áður.
Á þessu vinsæla námskeiði er meðvirknin útskýrð á máta sem þú hefur ekki séð áður. Á námskeiðinu færðu góða yfirsýn yfir birtingarmyndir og einkenni meðvirkninnar og hverjar raunverulegar orsakir hennar eru. Meðal þess sem farið er yfir er greiningarmódel Piu Mellody sem rannsakað hefur meðvirknina og gefið út nokkrar bækur um hana. Fjallað er um áföll í samskiptum í uppvextinum (e. relational trauma) og tengsl þeirra við meðvirka hegðun. Þá er einnig fjallað um leiðir sem mælt er með til þess að vinna úr einkennum meðvirkninnar.
Heildarlengd: 85 mínútur.
TILBOÐ í takmarkaðan tíma.
Árs áskrift af um 160 MasterClass námskeiðum Akademias. Verð: 99.000 kr. Sjá nánar hér.
Valdimar Þór Svavarsson er ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu, ráðgjafarþjónustu.
Valdimar er með MS gráðu í stjórnun og stefnumótun og BA gráðu í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Hann er sérfræðimenntaður í áfalla- og uppeldisfræðum Piu Mellody, sem fjalla um áföll í samskiptum í uppvextinum sem hafa áhrif á mótun okkur síðar meir, í daglegu tali kallað meðvirkni.
Valdimar er einnig með ACC vottun sem markþjálfi og teymisþjálfi. Hann hefur víðtæka reynslu af vinnu með stjórnendum og öðru starfsfólki fyrirtækja og stofnana í tengslum við samskipti, starfsanda og virðingu á vinnustað. Valdimar veitir einnig viðtalstíma fyrir einstaklinga, hjón og pör. Nánari upplýsingar á www.fyrstaskrefid.is