Lýsing námskeiðs og skráning

Tilfinningagreind og hluttekning

Tilfinningagreind er sífellt að verða mikilvægari hæfni í leik og starfi þar sem samvinna og samstarf fólks skiptir sköpum. Tilfinningagreind (EQ) hefur jafnframt verið tengd við árangur í leik og starfi, vel umfram það sem hefðbundin greind (IQ) skilar. Þegar teymisvinna fer vaxandi í fyrirtækjum er mikilvægt að stjórnendur og allir þátttakendur hafi tilfinningagreind og sýni hluttekningu til að auka líkur á árangursríkri teymisvinnu.

Um hvað er námskeiðið?
Námskeiðið fjallar almennt um hvað tilfinningagreind er og af hverju hún er mikilvæg. Fjallað er um sjálfsþekkingu, sjálfsstjórn, hvatningu, félagsfærni og hluttekningu. Sérstaklega er fjallað um hluttekningu (e. empathy) og áhrif hennar á siðferðislegt mat, nýsköpun, hönnunarhugsun og hópvinnu.

Fyrir hverja?
Tilfinningagreind og hluttekning er fyrir alla sem þurfa að vinna með öðru fólki og ná árangri. Sérstaklega er mikilvægt fyrir þá sem vinna í teymum; í fyrirtækjum, stofnunum eða félagsstarfi, að tileinka sér tilfinningagreind og hluttekningu til að geta betur tengt við annað fólk.

Námskaflar og tími:

 • Tilfinningagreind og hluttekning - 10 mínútur.
 • Hluttekning, menning og hópefli - 12 mínútur.
 • Hluttekning, siðferði og ákvörðun - 5 mínútur.
 • Hluttekning, hönnun og nýsköpun - 9 mínútur.
 • Tilfinningagreind - 10 mínútur.
 • Sjálfsþekking, sjálfsstjórn og hvatning - 11 mínútur.
 • Hluttekning og félagsfærni - 10 mínútur.

Heildarlengd: 67 mínútur.

Textun í boði:
Enska og íslenska.

Verð:
24.000 kr.

Hagnýtar upplýsingar

 • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
 • Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
 • Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
 • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 100% af verði námskeiðs.
 • Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
 • Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.

 

Leiðbeinandi

Dr. Eyþór Ívar Jónsson

Dr. Eyþór Ívar Jónsson, forseti Akademias, er sérfræðingur á sviði stjórnunar og viðskiptafræða og einn reyndasti MBA kennari Norðurlandanna.
Eyþór kennir námskeiðin miniMBA – Fjármál fyrirtækja, fjártækni og árangursstjórnun og Leiðtogi í fjármögnun og fjárfestingum, hjá Akademias.

Hoobla - Systir Akademias