Tilfinningagreind er sífellt að verða mikilvægari hæfni í leik og starfi þar sem samvinna og samstarf fólks skiptir sköpum. Tilfinningagreind (EQ) hefur jafnframt verið tengd við árangur í leik og starfi, vel umfram það sem hefðbundin greind (IQ) skilar. Þegar teymisvinna fer vaxandi í fyrirtækjum er mikilvægt að stjórnendur og allir þátttakendur hafi tilfinningagreind og sýni hluttekningu til að auka líkur á árangursríkri teymisvinnu.
Um hvað er námskeiðið?
Námskeiðið fjallar almennt um hvað tilfinningagreind er og af hverju hún er mikilvæg. Fjallað er um sjálfsþekkingu, sjálfsstjórn, hvatningu, félagsfærni og hluttekningu. Sérstaklega er fjallað um hluttekningu (e. empathy) og áhrif hennar á siðferðislegt mat, nýsköpun, hönnunarhugsun og hópvinnu.
Fyrir hverja?
Tilfinningagreind og hluttekning er fyrir alla sem þurfa að vinna með öðru fólki og ná árangri. Sérstaklega er mikilvægt fyrir þá sem vinna í teymum; í fyrirtækjum, stofnunum eða félagsstarfi, að tileinka sér tilfinningagreind og hluttekningu til að geta betur tengt við annað fólk.