Leiðtogar, samskipti og teymi
Stjórnun í fjarvinnu
Á þessu námskeiði er farið yfir hvað stjórnendur fólks í fjarvinnu þurfa helst að hafa í huga.
Á þessu námskeiði er farið yfir hvað stjórnendur fólks í fjarvinnu þurfa helst að hafa í huga. Fjarvinna er komin til að vera og því mikilvægt að skoða hvað þarf að breytast í stjórnun samhliða þeim breytingum. Það getur gert mikið að breyta bara aðeins um áherslur, til að hámarka árangur, hvort sem unnið er í staðvinnu eða fjarvinnu.
Fyrir hverja er námskeiðið?
Stjórnendur sem eru með fólk í fjarvinnu og blandaðri vinnu og stjórnendur sem vilja búa sig undir breytingar á vinnumarkaði.
Heildarlengd: 69 mínútur.
TILBOÐ í takmarkaðan tíma.
Árs áskrift af um 160 MasterClass námskeiðum Akademias. Verð: 99.000 kr. Sjá nánar hér.
Herdís Pála Pálsdóttir er reyndur mannauðsstjóri og stjórnandi. Hún er sérlega áhugasöm um og fylgist með öllu því nýjasta þegar kemur að framtíð vinnu, vinnustaða, vinnuumhverfis, vinnuafls og vinnumarkaðar.
Herdís er meðhöfundur að bókinni Völundarhús tækifæranna, sem kom út í september 2021, og fjallar um breytingar á vinnumarkaði, breytt vinnusambönd, eðli vinnu og vinnustaða og fleira. Við skrif bókarinnar var gerð rannsókn á meðal íslenskra stjórnenda, mannauðsfólks og almenns starfsfólk og niðurstöðurnar fléttaðar inn í bókina.