Nauðsynlegt er að hafa öfluga leiðtoga til að stýra starfi fyrirtækja, stofnana og jafnvel verkefnum. Auknar kröfur eru um að fólk sem er í stjórnendastöðum skilji að hlutverk leiðtogans getur verið mismunandi og að ólíkar aðstæður geta kallað á ólíka stjórnunarstíla. Árangursrík fyrirtæki þurfa leiðtoga sem geta leitt breytingar eða tryggt að fólk nái saman og geti skapað árangur saman.
Um hvað er námskeiðið?
Námskeiðið fjallar um mismuninn á stjórnanda og leiðtoga, helstu áherslur ólíkra stjórnunarkenninga og hver tilgangur leiðtogans er. Jafnframt er fjallað um ólíkar grímur leiðtogans og ólíka stjórnunarstíla, sem virka við mismunandi aðstæður. Loks er lögð áhersla á hvernig stjórnandinn verður að ramma starfið inn sjálfur.
Fyrir hverja?
Leiðtoginn og stjórnunarstílar er fyrir alla sem eru í stjórnunarhlutverki eða vinna náið með stjórnendum. Fyrir liggur að skilningur á stjórnunarkenningum og stjórnunarstílum er mjög mikilvægur fyrir alla sem vinna í teymum og verkefnum.