Lýsing námskeiðs og skráning

Ofurþjónusta

Að skapa einstaka og eftirminnilega þjónustuupplifun fyrir viðskiptavini er lykilþáttur í árangri fyrirtækja. Góð þjónusta er í dag orðin sjálfsagður hlutur og verða því fyrirtæki að ganga mun lengra til að skara framúr. Þau þurfa að bjóða ofurþjónustu. 
Fyrirtæki sem fara framúr væntingum uppskera ekki aðeins endurtekin kaup heldur laða ánægðir viðskiptavinir nýja inn, með því að segja frá upplifun sinni á netinu og í raunheimum. Lykillinn að meðmælum er að fara framúr væntingum og búa til jákvæða, einstaka og minnistæða upplifun fyrir viðskiptavini.

Guðmundur Arnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Akademias, er höfundur námskeiðisins en Berta Andrea Snædal leikkona flytur það og gefur því lit.  

 

Fyrir hverja: 
Námskeiðið er fyrir alla sem veita, móta eða skapa þjónustuupplifun viðskiptavina fyrirtækja og stofnanna af öllum stærðum, og í öllum atvinnugreinum.  
 

Námskaflar og tími:

  • Inngangur - 2 mínútur.
  • Mikilvægi þjónustu - 7 mínútur.
  • Fisksalafræðin, 1. hluti - 9 mínútur.
  • Fisksalafræðin, 2. hluti - 9 mínútur.
  • Fisksalafræðin, 3. hluti - 7 mínútur.
  • Þjónustufall og kvartanir - 6 mínútur.
  • Þjónustuupplifun - 10 mínútur.
  • Samskiptaaðferðir til að bæta þjónustuna, 1. hluti - 9 mínútur.
  • Samskiptaaðferðir til að bæta þjónustuna, 2. hluti - 5 mínútur.
  • Samskiptaaðferðir til að bæta þjónustuna, 3. hluti - 11 mínútur.

Heildarlengd: 75 mínútur.

Verð:
24.000 kr.

Hagnýtar upplýsingar

TILBOÐ í takmarkaðan tíma.
Árs áskrift af um 160 MasterClass námskeiðum Akademias. Verð: 99.000 kr. Sjá nánar hér.

  • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
  • Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
  • Hægt að læra í gegnum vefsíðu Akademias en einnig með Akademias appinu (fyrir Android og iPhone)
  • Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 100% af verði námskeiðs.
  • Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
  • Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.

 

Leiðbeinendur

Berta Andrea Snædal

Guðmundur Arnar Guðmundsson

Guðmundur Arnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Akademias, er hagfræðingur frá Acadia University í Kanada og með MBA frá Háskóla Íslands, auk þess að hafa sótt stjórnendanám, þar á meðal við Harvard Business School og IESE.
Guðmundur hefur starfað sem markaðsstjóri Íslandsbanka, Nova og WOW air og sat jafnframt í framkvæmdastjórn félaganna. Hann var markaðsstjóri Icelandair í Bretlandi og vörumerkjastjóri Icelandair á Íslandi og einnig markaðsráðgjafi fyrir fjölda fyrirtækja, af öllum stærðum og í mörgum ólíkum atvinnugeirum.
Tvö þeirra fyrirtækja sem hann stýrði markaðsmálum fyrir voru valin Markaðsfyrirtæki ársins samkvæmt ÍMARK; Icelandair 2011 og Nova 2014.
Guðmundur hefur kennt markaðsfræði og vörumerkjastjórnun við Háskólann í Reykjavík og einnig verið reglulegur gestafyrirlesari í öllum háskólum landsins.
Hann hefur verið mentor í Startup Reykjavík og Startup Tourism og dómari í Gullegginu.