Lýsing námskeiðs og skráning

Erfiðir viðskiptavinir

Hvað er hægt að gera til að sætta ósáttan viðskiptavin og snúa erfiðum samskiptum í tækifæri? Farið er yfir viðbragðsferli í fjórum þrepum, með áherslu á þetta – hvernig hægt er að sætta viðskiptavin og nýta óánægju hans sem tækifæri.    
Hvað óttumst við í erfiðum samskiptum og hvernig er best að stíga inn í erfiðar aðstæður? Rétt orðaval og líkamstjáning er mikilvæg þegar við lendum í erfiðum samskiptum.
Hvernig setjum við mörk án þess að vera ókurteis? 

Um hvað er námskeiðið?
Í námskeiðinu er farið yfir aðstæður þegar starfsfólk lendir í erfiðum samskiptum við viðskiptavini. Skoðað er hvernig rétt er að bregðast við óæskilegri eða óviðeigandi hegðun viðskiptavinar og tilfallandi óþægilegum aðstæðum.

Fyrir hverja?
Fyrir framlínustarfsmenn sem eru í beinum samskiptum við viðskiptavini, þar sem efni og áhersla námskeiðsins er á verkfæri sem starfsfólk getur nýtt sér í erfiðum samskiptum og þegar upp koma áskoranir með ósátta viðskiptavini. 

Námskaflar og tími:

  • Viðbrögð og samtalstækni - 9 mínútur.
  • Kvörtun - 15 mínútur.
  • Óþægileg samskipti - 5 mínútur.

Heildarlengd: 29 mínútur.

Textun í boði:
Enska, íslenska, pólska og víetnamska.

Verð:
24.000 kr.

Hagnýtar upplýsingar

  • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
  • Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
  • Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 100% af verði námskeiðs.
  • Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
  • Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.

 

Leiðbeinandi

María Dröfn Sigurðardóttir

María Dröfn hefur yfir 20 ára starfsreynslu við stjórnun og fræðslu í ferðaþjónustu.
María Dröfn er með Msc í markaðsfræði og rekur fræðslufyrirtæki fyrir starfsfólk í framlínu þjónustufyrirtækja.

Hoobla - Systir Akademias