Lýsing námskeiðs og skráning

Söluþjálfun B2B

Markmið þessa sölunámskeiðs er að hjálpa sölufulltrúum að skilja af hverju við náum ekki að loka sölutækifærum sem blasa við okkur.

Um hvað er námskeiðið?
Námskeiðið hjálpar söluráðgjöfum að líta inn á við og taka ábyrgð á eigin árangri í stað þess að firra sig ábyrgð og búa til afsakanir. Farið er í mikilvægi þess að tileinka sér einfalt og kraftmikið skipulag og að við getum náð ótrúlegum árangri með að æfa næstu skref, til að mæta betur undirbúin.

Fyrir hverja?
Námskeiðið hentar öllum sem starfa við einhvers konar sölustörf á fyrirtækjamarkaði, jafnt söluráðgjöfum og sölustjórum.

Námskaflar og tími:

  • Söluþjálfun - af hverju náum við ekki að loka sölum? - 25 mínútur.

Heildarlengd: 25 mínútur.

Textun í boði:
Enska og íslenska.

Verð:
24.000 kr.

Hagnýtar upplýsingar

  • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
  • Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
  • Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 100% af verði námskeiðs.
  • Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
  • Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.

 

Leiðbeinandi

Ófeigur Friðriksson

Ófeigur Friðriksson hefur starfað við söluþjálfun frá árinu 2014, en starfað við ýmis sölustörf í um 30 ár, sem sölumaður, viðskiptastjóri og sölustjóri.
Ófeigur á og rekur SPM söluþjálfun- og söluráðgjöf, þar sem hann hefur þjálfað allt frá söluráðgjöfum og upp í ýmsa millistjórnendur hjá fjölmörgum fyrirtækjum.

Hoobla - Systir Akademias