Lýsing námskeiðs og skráning

Áhrifaríkar kynningar

Framsetning skiptir máli, sérstaklega þegar efni er kynnt fyrir þeim sem ráða á vinnustaðnum. Þessi fyrirlestur lýsir hvernig setja má upplýsingar fram auðskilinn hátt og þannig að einfalt sé að taka ígrundaða ákvörðun fyrirtækinu til heilla. Þú lærir þú einfaldar leiðir til að setja efni þitt skýrt fram og stuðla þannig að betri og skilvirkari ákvarðanatöku. 

Markmið námskeiðsins er m.a. að nemandi

  • Undirbúi vel þá vinnu sem fer í gang áður en kynningin er sett saman, hvernig þú hugsar glærur og byggir þær upp til þess að hafa áhrif
  • Hugi vel að framsetningu efnis og að það sé vel undirbúið, flæði sé í gegnum kynninguna og að það sé góður söguþráðir í gegn
  • Læri mikilvægar reglur þegar kemur að glærugerð og uppsetningu, hvað má og hvað ber að varast til að hjálpa þér í þínu starfi
  • Hugsi um að gera kynninguna vel þar sem einfaldleiki og skýr skilaboð eru prinsipp, noti viðeigandi ,,topic,, framsetning og efni skal vera vel undirbúið og ræðumaður góður.
 

Fyrir hverja?

Námskeiðið er fyrir metnaðarfulla einstaklinga í atvinnulífinu sem vilja láta til sín taka. Áhrifaríkar kynningar eru lykilatriði í því að hugmyndir þínar komist á framfæri og leiða til hagsældar fyrir þig og fyrirtækið.

Námskaflar og tími:

  • Inngangur - 13 mínútur.
  • Rannsóknir - 5 mínútur.
  • Samsetning - 11 mínútur.
  • Glærugerð - 21 mínúta.
  • Lokaorð - 4 mínútur.

Heildarlengd: 54 mínútur.

Verð:
24.000 kr.

Hagnýtar upplýsingar

TILBOÐ í takmarkaðan tíma.
Árs áskrift af um 160 MasterClass námskeiðum Akademias. Verð: 99.000 kr. Sjá nánar hér.

  • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
  • Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
  • Hægt að læra í gegnum vefsíðu Akademias en einnig með Akademias appinu (fyrir Android og iPhone)
  • Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 100% af verði námskeiðs.
  • Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
  • Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.

 

Leiðbeinendur

Björgvin Ingi Ólafsson

Björgvin Ingi Ólafsson er meðeigandi hjá Deloitte. Hann hefur víðtæka þekkingu og reynslu í stefnumótun, ráðgjöf og rekstri.

Gísli Guðjónsson

Gísli Guðjónsson er með M.Sc. gráðu í Data Visualization frá Parsons School of Design og B.Sc. próf í hagfræði frá Háskóla Íslands. Gísli hefur komuð að fjölbreyttum og alþjóðlegum verkefnum hjá Deloitte.​ Þar að auki hefur hann haldið fjölda fyrirlestra um notkun gagna til ákvörðunartöku og myndræna framsetningu gagna.