Heilsuefling og sjálfsrækt
Mátturinn í næringunni
Hvernig getum við tekið lítil skref í átt að bættum lífsstíl, hver er mátturinn í matnum og hver er ávinningurinn af því að lifa heilsusamlegra lífi?
Heildarlengd: 43 mínútur.
TILBOÐ í takmarkaðan tíma.
Árs áskrift af um 160 MasterClass námskeiðum Akademias. Verð: 99.000 kr. Sjá nánar hér.
Elísa Viðarsdóttir hefur mikla menntun og reynslu á sviði næringar. Hún er með BSc gráðu í næringarfræði og MSc gráðu í næringar- og matvælafræði, auk þess gaf hún út bókina Næringin skapar meistarann árið 2021.
Elísa hefur mikla reynslu úr íþróttum þar sem hún hefur spilað fjöldann allan af landsleikjum í knattspyrnu fyrir Íslands hönd ásamt því að hafa spilað erlendis og verið fyrirliði í Íslandsmeistaraliði Vals.
Elísa hefur haldið fjölda fyrirlestra fyrir hina ýmsu einstaklinga, fyrirtæki og íþróttafélög. Hún brennur fyrir að hjálpa fólki að ná tökum á næringunni með heilbrigðum hætti.