Lýsing námskeiðs & skráning

Mátturinn í næringunni

Hvernig getum við tekið lítil skref í átt að bættum lífsstíl, hver er mátturinn í matnum og hver er ávinningurinn af því að lifa heilsusamlegra lífi?

Á námskeiðinu er m.a. fjallað um:

Hvað er heilbrigður lífsstíll?
Máttur matarins í heilsueflingu
Leiðir að sykurminni lífsstíl
Hvað eru fæðubótarefni og þurfum við á þeim að halda?
Hvernig getum við valið betur þegar kemur að matarinnkaupum?

Verð:
24.000 kr.

Námskeiðslýsing:

 • Kynning (1 mín.)
 • Fjárfestum í heilsunni (4 mín.)
 • Ofneyslusamfélag (9 mín.)
 • Temjum okkur góðar venjur (7 mín.)
 • Sykurinn (5 mín.)
 • Koffín og svefn (3 mín.)
 • Matarinnkaupin (3 mín.)
 • Bætiefni (2 mín.)
 • Algengar mýtur (6 mín.)
 • Gerðu þetta fyrir þig (3 mín.)

Heildarlengd: 43 mín.

Hagnýt atriði:

 • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
 • Lærðu á þínum hraða, hvar, eins oft og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil
 • Námskeiðið er einnig í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði. (sjá nánar)
 • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 90% af námskeiðsgjaldi. Vinnustaðir geta einnig sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð (óháð starfsmanni) inná www.attin.is
 • Vinnumálastofnun veitir jafnframt möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af námskeiðsgjaldi

 

Leiðbeinendur

Elísa Viðarsdóttir

Elísa er með BSc gráðu í Næringarfræði og MSc gráðu næringar- og matvælafræði auk þess gaf hún út bókina Næringin skapar meistarann árið 2021. Elísa hefur mikla reynslu úr íþróttum þar sem hún hefur spilað fjöldann allan af landsleikjum fyrir Íslands hönd ásamt því að hafa spilað erlendis og verið fyrirliði í Íslandsmeistaraliði Vals. Elísa hefur mikla reynslu á sviði næringar. Elísa hefur haldið fjölda fyrirlestra fyrir fjölbreyttum eintaklingum, fyrirtækjum og íþróttafélögum. Elísa brennur fyrir að hjálpa fólki að ná tökum á næringunni með heilbrigðum hætti.

Hoobla - Systir Akademias