Lýsing námskeiðs og skráning

Streita

Streita er lífeðlisfræðilegt viðbragð mannskepnunnar við ógn, líkt og önnur dýr í dýraríkinu hafa. Eitthvað sem raskar jafnvægi ósjálfráða taugakerfisins og setur af stað flótta, forðun og viðbragðsferli sem kallast á ensku „fight flight“ og einnig „freeze“. Ósjálfrátt setur taugakerfið okkar í að berjast gegn óginni, flýja hana eða jafnvel frjósa í aðstæðunum.

Um hvað er námskeiðið?
Þegar við upplifum streitu eru einkennin margvísleg, sem gerir streituna lúmska. Einkenni okkar birtast mismunandi, eftir því hver við erum, hvaðan við komum og hvað við gerum eða höfum gert hverju sinni, til að styrkja þolvarnir okkar og verjast streitunni sem herjar á okkur alla daga. Líkt og streituvaldar geta verið mismunandi þá eru streituvarnir einnig mismunandi eftir því hvað við tökumst á við hverju sinni.
Hvað valdur þér streitu? – er spurning sem er fyrsta skrefið í að taka ábyrgð og ná stjórn á því sem orsakar þína streitu í dag. Við höfum tilhneigingu til að afneita vandamálinu í upphafi og þurfa svo að takast á við afleiðingar vandamálsins þegar allt hefur undið upp á sig og vandamálið er orðið mun stærra og veigameira en það hefði þurft að vera.

Námskaflar og tími:

  • Hvað er streita? - 2 mínútur.
  • Einkenni streitu - 2 mínútur.
  • Afleiðingar streitu - 5 mínútur.
  • Streituvarnir - 3 mínútur.
  • Streituvaldar - 4 mínútur.

Heildarlengd: 16 mínútur.

Textun í boði:
Enska og íslenska.

Verð:
24.000 kr.

Hagnýtar upplýsingar

TILBOÐ í takmarkaðan tíma.
Árs áskrift af um 160 MasterClass námskeiðum Akademias. Verð: 99.000 kr. Sjá nánar hér.

  • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
  • Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
  • Hægt að læra í gegnum vefsíðu Akademias en einnig með Akademias appinu (fyrir Android og iPhone)
  • Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 100% af verði námskeiðs.
  • Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
  • Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.

 

Leiðbeinandi

Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir

Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir er með meistaragráðu í Félags- og vinnusálfræði og hefur unnið sem ráðgjafi og handleiðari frá árinu 2010.
Ragnheiður Guðfinna starfar nú sem sérfræðingur í sálfélagslegri vinnuvernd og ráðgjafi fyrir stjórnendur, í huglægum- og félagslegum áhættuþáttum innan vinnustaða. Hún hefur getið sér gott orðspor sem frábær fyrirlesari og leggur áherslu á fræðslu um streitu, kulnun, samskiptastreitu og tilfinningagreind stjórnenda.
Ragnheiður Guðfinna starfar jafnframt sem ráðgjafi og leiðbeinir einstaklingum varðandi heilbrigði hugar og líkama. Hún vekur athygli á hvernig einstaklingar geta bætt heilsu sína með að taka ábyrgð á eigin líðan og hegðun.
Ragnheiður er með kennsluréttindi í fræðslu og mælingum þegar kemur að sálfélagslegri vinnuvernd.