Heilsuefling og sjálfsrækt
Streita
Hvað veldur þér streitu? Þessi spurning er fyrsta skrefið í að taka ábyrgð og ná stjórn á því sem orsakar þína streitu í dag. Við höfum tilhneigingu til að afneita vandamálinu í upphafi og þurfa svo að takast á við afleiðingar vandamálsins þegar allt hefur undið upp á sig og vandamálið er orðið mun stærra og veigameira en það hefði þurft að vera.