Leiðtogar, samskipti og teymi
Starfsfólk í fjarvinnu
Á námskeiðinu er farið í gegnum hvernig fjarvinna er að þróast og hvað er mikilvægast að hafa í huga svo fjarvinna verði sem farsælust.
Fyrir hverja er námskeiðið?
Starfsfólk sem vinnur í fjarvinnu eða blandaðri vinnu, eða er að undirbúa að fara að vinna þannig.
Heildarlengd: 45 mínútur.
TILBOÐ í takmarkaðan tíma.
Árs áskrift af um 160 MasterClass námskeiðum Akademias. Verð: 99.000 kr. Sjá nánar hér.
Herdís Pála Pálsdóttir er reyndur mannauðsstjóri og stjórnandi. Hún er sérlega áhugasöm um og fylgist með öllu því nýjasta þegar kemur að framtíð vinnu, vinnustaða, vinnuumhverfis, vinnuafls og vinnumarkaðar.
Herdís er meðhöfundur að bókinni Völundarhús tækifæranna, sem kom út í september 2021, og fjallar um breytingar á vinnumarkaði, breytt vinnusambönd, eðli vinnu og vinnustaða og fleira. Við skrif bókarinnar var gerð rannsókn á meðal íslenskra stjórnenda, mannauðsfólks og almenns starfsfólk og niðurstöðurnar fléttaðar inn í bókina.