Lýsing námskeiðs og skráning

Microsoft Outlook

Ekki láta Outlook stjórna þér, þú átt að stjórna Outlook. Í þessu námskeiði lærum við að nota Outlook sem tímastjórnunartæki. Við skoðum hvernig pósta við eigum EKKI að senda frá vinnunetfangi og hvaða hlutverki Outlook gegnir í vinnunni. Við lærum hagnýtar leiðir í Outlook sem eru hannaðar til að hjálpa okkur að ná stjórn á vinnudeginum.

Fyrir hverja? 
Fyrir alla sem vilja læra hvernig Outlook getur hjálpað okkur að ná stjórn á vinnudeginum

Námskeiðslýsing:

  • Inngangur (1 mín.)
  • Hugmyndafræðin (5 mín.)
  • Útlitsstillingar (7 mín.)
  • Setja upp Outlook reikninga (2 mín.)
  • Búa til möppur (1 mín.)
  • Flokka póst með Quick Steps (flýtiskref) (10 mín.)
  • Skilgreind leit (4 mín.)
  • Setja reglur (4 mín.)
  • Vinna með verk (task) og flögg (5 mín.)
  • Dagatal hugmyndafræðin (3 mín.)
  • Dagatalið (5 mín.)
  • Fundarboð og bæta við dagatölum (4 mín.)
  • Búa til tengiliði og tengiliðahópa (2 mín.)
  • Gera undirskrift (2 mín.)
  • Viðhengi pósts (2 mín.)
  • Endurnýta texta með Quick Parts (2 mín.)
  • Stjórna hvenær pósturinn sendist (1 mín.)
  • Senda out-of-office eða autoreply póst (1 mín.)
  • Samantekt (3 mín.)

Heildarlengd: 64 mín.

Verð:
24.000 kr.

Hagnýtar upplýsingar

  • TILBOÐ: Ef fimm MasterClass námskeið eru keypt saman, verð 99.000 kr. Sjá nánar hér.
  • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
  • Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
  • Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 90% af verði námskeiðs.
  • Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
  • Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.

 

Leiðbeinandi

Hermann Jónsson

Hermann Jónsson, kennslustjóri tæknináms Akademias, hefur starfað í tölvubransanum í fjölda ára, meðal annars sem framkvæmdastjóri hjá tölvuskólanum iSoft, tölvuskólanum NTV og sem fræðslustjóri Advania.
Hermann hefur margra ára reynslu sem kennari í upplýsingatæknigeiranum.

Hoobla - Systir Akademias