Leiðtogar, samskipti og teymi
Innleiðing jafnlaunakerfa og jafnlaunavottun
Þetta námskeið er skipt í tvennt. Aðallega er það hugsað fyrir stjórnendur en auk þess fylgir stutt kynningarnámskeið fyrir starfsfólk. Það er í lögum að öll fyrirtæki og stofnanir með 25 starfsmenn eða fleiri að jafnaði á ársgrundvelli eigi að öðlast jafnlaunavottun eða jafnlaunastaðfestingu. Það getur reynst stjórnendum fyrirtækja og stofnana erfitt að byrja ferlið að jafnlaunavottun.