Lögbundið er að öll fyrirtæki og stofnanir með 25 eða fleiri starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli eigi að öðlast jafnlaunavottun eða jafnlaunastaðfestingu. Stjórnendum fyrirtækja og stofnana getur reynst erfitt að byrja ferlið að jafnlaunavottun.
Um hvað er námskeiðið?
Markmiðið með námskeiðinu er að þátttakendur öðlist þekkingu á umgjörð við innleiðingu á jafnlaunakerfi, kynnist lykilhugtökum og kröfum ÍST 85 jafnlaunastaðalsins og þeim ávinningi sem hlýst af því að innleiða virkt jafnlaunakerfi.
Farið er yfir helstu atriði sem þurfa að vera til staðar til að öðlast jafnlaunavottun.
Hvaða lög þarf að hafa til hliðsjónar við uppsetningu á jafnlaunakerfi?
Kröfur ÍST 85 jafnlaunastaðalsins og lykilhugtök hans.
Hvernig við setjum upp jafnlaunastefnu og jafnréttisáætlun.
Aðferðir við starfaflokkun.
Hvað telur til launa? Og hvað þarf að passa þegar gerð er launagreining?
Jafnlaunavottun er gæði.
Fyrir hverja?
Námskeiðið hentar öllum stjórnendum og öðrum sem koma að því að setja upp, innleiða og viðhalda jafnlaunakerfi í fyrirtækjum og stofnunum, og þeim sem eru að taka við uppsettum kerfum.