Lýsing námskeiðs og skráning

Google workspace djúpköfun

Google Workspace er öflug skrifstofusvíta, full af hugbúnaði til að einfalda og bæta rekstur fyrirtækja. Workspace fæddist á Netinu og býr því öll þar. Workspace hét áður Google Apps og svo G-Suite. Svítan talar vel við aðrar lausnir á Netinu og er hægt að tengja hana við ýmislegt. Um 6 milljónir fyrirtækja og um 120 milljónir nemenda nota Workspace í dag. Workspace býður upp á póst, spjall, fjarfundi, ritvinnslu, glærugerð, gluggareikni, gagnasvæði og ýmislegt fleira sniðugt.
En hvernig er best að stilla og nota Workspace?

Um hvað er námskeiðið?
Í námskeiðinu er meðal annars farið yfir hvað er sniðugt við Workspace, uppsetningu og bestu stillingar, stjórnandaviðmótið og hvort eigi að fá frekari aðstoð eða hjálpa sér sjálfur.
Viðbætur við lausnir, að vinna saman í Drive, spjall fyrir teymi í Chat, fjarfundi með Meet og meira sniðugt í kringum Workspace.
 
Fyrir hverja?
Google Workspace djúpköfun er fyrir þau sem vilja afgreiða sig sjálf með fyrirtækjapóst og allt sem því fylgir. Námskeiðið er smá tæknilegt en þó aðgengilegt flestum sem þekkja til veflausna. Workspace hentar flestum skipulagsheildum og er vinsælt hjá fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum, skólum og stofnunum. Workspace hentar sprotum sérstaklega vel. 

Námskaflar og tími:

 • Uppsetning - 20 mínútur.
 • Stjórnandaviðmót - 23 mínútur.
 • Sniðug forrit - 14 mínútur.
 • Niðurlag - 5 mínútur.

Heildarlengd: 62 mínútur.

Verð:
24.000 kr.

Hagnýtar upplýsingar

TILBOÐ í maí!
Árs áskrift af öllum yfir 150 MasterClass námskeiðum Akademias. Verð: 99.000 kr. Sjá nánar hér.

 • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
 • Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
 • Hægt að læra í gegnum vefsíðu Akademias en einnig með Akademias appinu (fyrir Android og iPhone)
 • Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
 • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 100% af verði námskeiðs.
 • Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
 • Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.

 

Leiðbeinandi

Atli Stefán Yngvason

Atli Stefán Yngvason er ráðsali og rekur ráðgjafarfélagið Koala.
Atli Stefán er uppalinn í fjarskiptabransanum og veitir fjarskipta- og ferðaþjónustufélögum ráð í markaðsmálum og upplýsingatækni.
Atli er líka alhliða nörd, fylgist vel með tækni, stofnaði tæknibloggið Simon.is og er stjórnandi hlaðvarpsins Tæknivarpið. Hann elskar að fikta í tækjum og kerfum og er alltaf að skoða eitthvað nýtt.

Hoobla - Systir Akademias