Google workspace djúpköfun
Útgáfudagur: 09/10/22
Síðast uppfært: 20/09/24
Google Workspace er öflug skrifstofusvíta, full af hugbúnaði til að einfalda og bæta rekstur fyrirtækja. Workspace fæddist á Netinu og býr því öll þar. Workspace hét áður Google Apps og svo G-Suite. Svítan talar vel við aðrar lausnir á Netinu og er hægt að tengja hana við ýmislegt. Um 6 milljónir fyrirtækja og um 120 milljónir nemenda nota Workspace í dag. Workspace býður upp á póst, spjall, fjarfundi, ritvinnslu, glærugerð, gluggareikni, gagnasvæði og ýmislegt fleira sniðugt.
En hvernig er best að stilla og nota Workspace?
Um hvað er námskeiðið?
En hvernig er best að stilla og nota Workspace?
Um hvað er námskeiðið?
Markmið námskeiðsins er m.a. að nemandi
- fái góða innsýn inn í hvað þarf að hafa í huga þegar uppsetning svítunnar á sér stað og skilji allar helstu stillingar í stjórnandaviðmótinu og hvernig er hægt að nýta þær
- kynnist helstu forritum og lausnum sem geta hjálpað til við vinnu og samskipti einstaklinga á milli
Fyrir hverja?
Google Workspace djúpköfun er fyrir þau sem vilja afgreiða sig sjálf með fyrirtækjapóst og allt sem því fylgir. Námskeiðið er smá tæknilegt en þó aðgengilegt flestum sem þekkja til veflausna. Workspace hentar flestum skipulagsheildum og er vinsælt hjá fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum, skólum og stofnunum. Workspace hentar sprotum sérstaklega vel.
Verð: 24.000 kr.
Hagnýtar upplýsingar
TILBOÐ í takmarkaðan tíma.
Árs áskrift af um 160 MasterClass námskeiðum Akademias. Verð: 99.000 kr. Sjá nánar hér.
- Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
- Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
- Hægt að læra í gegnum vefsíðu Akademias en einnig með Akademias appinu (fyrir Android og iPhone)
- Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
- Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 100% af verði námskeiðs.
- Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
- Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.