Lýsing námskeiðs & skráning

Google workspace djúpköfun

Google Workspace er öflug skrifstofusvíta full af hugbúnaði til að einfalda og bæta rekstur fyrirtækja. Workspace fæddist á Netinu og býr því öll þar. Workspace hét áður Google Apps og svo G-Suite. Svítan talar vel við aðrar lausnir á Netinu og er hægt að tengja hana við ýmislegt. Það eru um 6 milljón fyrirtæki og 120 milljón nemendur sem nota Workspace í dag. Workspace býður upp á póst, spjall, fjarfundi, ritvinnslu, glærugerð, gluggareikni, gagnasvæði og ýmislegt fleira sniðugt. En hvernig er best að nýta sér Workspace og stilla það?

Á námskeiðinu er fjallað um:
Hvað er sniðugt við Workspace?
Uppsetning og bestu stillingar
Stjórnandaviðmótið
Fáðu frekari aðstoð eða hjálpaðu þér sjálfur
Viðbætur við lausnir
Unnið saman í Drive
Spjall fyrir teymi í Chat
Fjarfundir með Meet
Meira sniðugt í kringum Workspace

Verð:
24.000 kr.

Námskeiðslýsing:

  • Uppsetning (20 mín.)
  • Stjórnandaviðmót (23 mín.)
  • Sniðug forrit (14 mín.)
  • Niðurlag (5 mín.)

Heildarlengd: 62 mín.

Hagnýt atriði:

  • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
  • Lærðu á þínum hraða, hvar, eins oft og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil
  • Námskeiðið er einnig í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði. (sjá nánar)
  • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 90% af námskeiðsgjaldi. Vinnustaðir geta einnig sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð (óháð starfsmanni) inná www.attin.is
  • Vinnumálastofnun veitir jafnframt möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af námskeiðsgjaldi

 

Leiðbeinendur

Atli Stefán Yngvason

Atli Stefán Yngvason er ráðsali og rekur ráðgjafafélagið Koala. Atli Stefán er uppalinn í fjarskiptabransanum og veitir fjarskipta- og ferðaþjónustufélögum ráð í markaðsmálum og upplýsingatækni. Atli er líka alhliðanörd, fylgist vel með tækni, stofnaði tæknibloggið Simon.is og er stjórnandi hlaðvarpsins Tæknivarpið. Hann elskar að fikta í tækjum og kerfum, og er alltaf að skoða eitthvað nýtt.

Hoobla - Systir Akademias