Hugbúnaður og upplýsingatækni
Google workspace djúpköfun
Google Workspace er öflug skrifstofusvíta full af hugbúnaði til að einfalda og bæta rekstur fyrirtækja. Workspace fæddist á Netinu og býr því öll þar. Workspace hét áður Google Apps og svo G-Suite. Svítan talar vel við aðrar lausnir á Netinu og er hægt að tengja hana við ýmislegt. Það eru um 6 milljón fyrirtæki og 120 milljón nemendur sem nota Workspace í dag. Workspace býður upp á póst, spjall, fjarfundi, ritvinnslu, glærugerð, gluggareikni, gagnasvæði og ýmislegt fleira sniðugt. En hvernig er best að nýta sér Workspace og stilla það?