Lýsing námskeiðs og skráning

Ofbeldi á vinnustað (Einelti og áreitni)

Sálfélagslega vinnuumhverfið skiptir vellíðan starfsmanna mjög miklu máli. Það sem liggur á huga okkar og kemur fram í félagslegum samskiptum hefur mikil áhrif á það hvernig okkur líður í vinnunni. Mikilvægt er tileinka sér meðvitund um hvernig ofbeldi birtist, þá sérstaklega andlegt ofbeldi, þar sem það er ekki eins sýnilegt og líkamlegt ofbeldi.

 

Fyrir hverja?

Námskeiðið fellur undir sálfélagslega vinnuvernd, sem stuðlar því hlúa óáþreifanlegum áhættuþáttum sem liggja á huga starfsmanna og kemur fram í hegðun á vinnustað. 

Námskaflar og tími:

  • Er andlegt ofbeldi á þínum vinnustað? - 4 mínútur.
  • Sálfélagslegt áhættumat - 2 mínútur.
  • Einelti - 5 mínútur.
  • Kynbundin áreitni - 2 mínútur.
  • Kynferðisleg áreitni - 2 mínútur.
  • Viðbragðsáætlun - 6 mínútur.

Heildarlengd: 21 mínúta.

Verð:
24.000 kr.

Hagnýtar upplýsingar

TILBOÐ í takmarkaðan tíma.
Árs áskrift af um 160 MasterClass námskeiðum Akademias. Verð: 99.000 kr. Sjá nánar hér.

  • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
  • Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
  • Hægt að læra í gegnum vefsíðu Akademias en einnig með Akademias appinu (fyrir Android og iPhone)
  • Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 100% af verði námskeiðs.
  • Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
  • Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.

 

Leiðbeinandi

Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir

Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir er með meistaragráðu í Félags- og vinnusálfræði og hefur unnið sem ráðgjafi og handleiðari frá árinu 2010.
Ragnheiður Guðfinna starfar nú sem sérfræðingur í sálfélagslegri vinnuvernd og ráðgjafi fyrir stjórnendur, í huglægum- og félagslegum áhættuþáttum innan vinnustaða. Hún hefur getið sér gott orðspor sem frábær fyrirlesari og leggur áherslu á fræðslu um streitu, kulnun, samskiptastreitu og tilfinningagreind stjórnenda.
Ragnheiður Guðfinna starfar jafnframt sem ráðgjafi og leiðbeinir einstaklingum varðandi heilbrigði hugar og líkama. Hún vekur athygli á hvernig einstaklingar geta bætt heilsu sína með að taka ábyrgð á eigin líðan og hegðun.
Ragnheiður er með kennsluréttindi í fræðslu og mælingum þegar kemur að sálfélagslegri vinnuvernd.