Microsoft Sway 2024
Útgáfudagur: 21/08/24
Síðast uppfært: 22/07/25
Microsoft Sway er forrit sem gerir þér kleift að búa til sjónrænar kynningar, fréttabréf og skjöl á einfaldan hátt. Með Sway getur þú auðveldlega sett inn texta, myndir, myndbönd og fleira til að skapa falleg gagnvirk skjöl sem líta vel út á öllum tækjum. Það er sérstaklega gagnlegt fyrir þá sem vilja deila upplýsingum á skapandi og aðlaðandi hátt án þess að þurfa mikla tæknikunnáttu.
Markmið námskeiðsins er m.a. að nemandi
fái góða kynningu á því hvað Sway er og til hvers það gagnast þér sem notanda, sjái viðmótið og helstu stillingar forritsins
geti gert kynningu úr skjali, geti unnið kynningu frá grunni eða forsniði og geti sett myndir inn í Sway
kunni að hópa myndum saman, geti unnið með texta inni í Sway, geti hannað eigin hönnun og skilji hvernig hægt er að deila
Fyrir hverja?
Microsoft Sway er fyrir alla sem vilja búa til sjónrænar kynningar, fréttabréf og skjöl á einfaldan hátt. Það er sérstaklega gagnlegt fyrir kennara og nemendur, fyrirtæki og einstaklinga. Þú þarft ekki að vera tæknisnillingur til að búa til falleg en jafnframt áhrifarík skjöl.