Lýsing námskeiðs og skráning

Nýsköpun í hnotskurn

Á námskeiðinu er fjallað um nýsköpun í víðu samhengi, hugtakið skilgreint og fjallað um stig nýsköpunar. Velt er upp hugtakinu skapandi eyðilegging og fjallað um skilvirkni annars vegar og markvirkni hinsvegar. 

 

Fyrir hverja?

Námskeiðið er fyrir alla þá sem vilja kynna sér nýsköpun í hnotskurn. 

 

 

Námskaflar og tími:

  • Nýsköpun í víðu samhengi - 8 mínútur.
  • Hvað er nýsköpun? - 4 mínútur.
  • Skapandi eyðilegging - 10 mínútur.
  • Stig nýsköpunar - 2 mínútur.
  • Skilvirkni og markvirkni - 5 mínútur.

Heildarlengd: 29 mínútur.

Verð:
24.000 kr.

Hagnýtar upplýsingar

  • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
  • Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
  • Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 100% af verði námskeiðs.
  • Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
  • Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.

 

Leiðbeinandi

Dr. Eyþór Ívar Jónsson

Dr. Eyþór Ívar Jónsson, forseti Akademias, er sérfræðingur á sviði stjórnunar og viðskiptafræða og einn reyndasti MBA kennari Norðurlandanna.
Eyþór kennir námskeiðin miniMBA – Fjármál fyrirtækja, fjártækni og árangursstjórnun og Leiðtogi í fjármögnun og fjárfestingum, hjá Akademias.

Hoobla - Systir Akademias