Lýsing námskeiðs og skráning

Sjálfbærni

Inngangur í helstu hugtök sjálfbærninnar og hvernig fyrirtæki og stofnanir geta innleitt ábyrga sjálfbærnistefnu og markmið og gert grein fyrir starfi og árangri með skýrslugjöf.

Um hvað er námskeiðið?
Í námskeiðinu er farið yfir helstu hugtök sjálfbærninnar, hvað felst í sjálfbærni og af hverju hún skiptir máli fyrir fyrirtæki og stofnanir.
Einnig hvernig fyrirtæki og stofnanir geta innleitt markmið um sjálfbærni og ábyrga sjálfbærnistefnu,  hafist handa og mælt og gert grein fyrir árangri með skýrslugerð.

Fyrir hverja? 
Fyrir starfsfólk fyrirtækja og stofnana, fólk sem hefur áhuga á að læra um helstu hugtök sjálfbærninnar, af hverju hún skiptir máli og hvernig farið er að.

Námskaflar og tími:

  • Skilningur á málaflokki - 14 mínútur.
  • Mikilvægisgreining og mat á stöðu - 3 mínútur.
  • Stefna og markmið - 2 mínútur.
  • Áætlanir og aðgerðir - 2 mínútur.
  • Greina frá árangri - 3 mínútur.
  • Staðfesta upplýsingar - 3 mínútur.
  • Lokaorð - 2 mínútur.

Heildarlengd: 29 mínútur.

Textun í boði:
Enska, íslenska, pólska og víetnamska.

Verð:
24.000 kr.

Hagnýtar upplýsingar

TILBOÐ í takmarkaðan tíma.
Árs áskrift af um 160 MasterClass námskeiðum Akademias. Verð: 99.000 kr. Sjá nánar hér.

  • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
  • Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
  • Hægt að læra í gegnum vefsíðu Akademias en einnig með Akademias appinu (fyrir Android og iPhone)
  • Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 100% af verði námskeiðs.
  • Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
  • Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.

 

Leiðbeinandi

Gunnar S. Magnússon

Gunnar S. Magnússon er meðeigandi og yfirmaður sjálfbærni og loftslagsmála hjá Deloitte á Íslandi og hluti af norrænu stjórnendateymi félagsins.
Gunnar hefur yfir 15 ára reynslu í vinnu með fyrirtækjum og stofnunum á sviði sjálfbærni og grænna fjármála. Hann hefur áður starfað hjá EY á Íslandi, Íslandsbanka, Landsbankanum, Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í Washington DC og hjá Framkvæmdastjórn ESB í Brussel.