Vinnur þú skrifstofuvinnu, þar sem langar setur og einhæfni einkenna vinnudaginn? Finnur þú fyrir streitu, vöðvabólgu eða öðrum líkamlegum óþægindum?
Langar þig að læra að stilla starfsaðstöðuna þína betur og tileinka þér rétta líkamsbeitingu?
Markmið og tilgangur námskeiðsins er að færa þér fróðleik og ráð, til að þér geti liðið betur, líkamlega og andlega.
Um hvað er námskeiðið?
Í námskeiðinu er þér kennt að stilla betur starfsaðstöðuna þína, að öllu leyti.
Og um leið að tileinka þér rétta líkamsbeitingu, draga þannig markvisst úr vöðvabólgu og öðrum óþægingum í stoðkerfi, vera í góðu vinnuformi og viðhalda góðri heilsu.
Námsefni og fyrirkomulag námskeiðsins styður við þetta, með skýrum og hnitmiðuðum myndböndum. Um leið og þú ferð að tileinka þér fjölbreyttar stillingar ferðu markvisst að draga úr vöðvabólgu og streitu.
Fyrir hverja?
Námskeiðið er fyrir allt skrifstofufólk, sem margt er í vítahring með rangt stillta starfsstöð og þar með ranga líkamsbeitingu, sem ýtir undir vöðvabólgu, streitu og önnur óþægindi.