Vinnuvernd: Jafnrétti, Sjálfbærni og réttindi
Jafnlaunavottun, námskeið fyrir starfsfólk
Það er í lögum að öll fyrirtæki og stofnanir með 25 starfsmenn eða fleiri að jafnaði á ársgrundvelli eigi að öðlast jafnlaunavottun eða jafnlaunastaðfestingu.
Það er í lögum að öll fyrirtæki og stofnanir með 25 starfsmenn eða fleiri að jafnaði á ársgrundvelli eigi að öðlast jafnlaunavottun eða jafnlaunastaðfestingu.
Á námskeiðinu er farið yfir helstu atriði jafnlaunavottunar og hvernig hún nýtist starfsfólki. Markmiðið með námskeiðinu er að þátttakendur öðlist þekkingu á því hvað jafnlaunavottun er og hver ávinningur starfsmanna er að vinna hjá fyrirtækjum sem eru með jafnlaunavottun.
Fyrir hverja:
Námskeiðið hentar öllu starfsfólki sem vinnur hjá fyrirtæki eða stofnun sem hefur innleitt jafnlaunakerfi og öllum þeim sem vilja kynna sér hvað jafnlaunavottun er.
Heildarlengd: 7 mín.
Árný Daníelsdóttir er eigendi og ráðgjafi hjá Fagráðgjöf sem er ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig í ráðgjöf varðandi jafnlauna- og gæðakerfi. Árný er með BSc í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og hefur unnið sem ráðgjafi varðandi jafnlaunakerfi frá árinu 2018.
Sigríður Örlygsdóttir eru eigendi og ráðgjafi hjá Fagráðgjöf sem er ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig í ráðgjöf varðandi jafnlauna- og gæðakerfi. Sigríður er með BSc í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og sveinspróf í húsasmíði frá Iðnskólanum í Reykjavík og hefur starfað sem fjármála- og gæðastjóri um árabil.