Lýsing námskeiðs og skráning

Jafnlaunavottun, námskeið fyrir starfsfólk

Samkvæmt lögum eiga öll fyrirtæki og stofnanir með 25 starfsmenn eða fleiri að jafnaði á ársgrundvelli að öðlast jafnlaunavottun eða jafnlaunastaðfestingu. 

Á námskeiðinu er farið yfir helstu atriði jafnlaunavottunar, af hverju fyrirtæki og stofnanir eiga að innleiða jafnlaunavottun og hvernig hún nýtist starfsfólki. Markmiðið með námskeiðinu er að þátttakendur öðlist þekkingu á hvað jafnlaunavottun er og hver ávinningur starfsfólks er af að vinna hjá fyrirtæki sem er með jafnlaunavottun.

Fyrir hverja?
Námskeiðið hentar öllu starfsfólki sem vinnur hjá fyrirtæki eða stofnun sem hefur innleitt jafnlaunakerfi og öllum sem vilja kynna sér hvað jafnlaunavottun er.

Námskaflar og tími:

  • Jafnlaunavottun, námskeið fyrir starfsfólk - 7 mínútur.

Heildarlengd: 7 mínútur.

Textun í boði:
Enska, íslenska, pólska og víetnamska.

Verð:
24.000 kr.

Hagnýtar upplýsingar

TILBOÐ í takmarkaðan tíma.
Árs áskrift af um 160 MasterClass námskeiðum Akademias. Verð: 99.000 kr. Sjá nánar hér.

  • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
  • Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
  • Hægt að læra í gegnum vefsíðu Akademias en einnig með Akademias appinu (fyrir Android og iPhone)
  • Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 100% af verði námskeiðs.
  • Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
  • Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.

 

Leiðbeinendur

Árný Daníelsdóttir

Árný Daníelsdóttir er eigandi og ráðgjafi hjá Fagráðgjöf, ráðgjafarfyrirtæki sem sérhæfir sig í ráðgjöf varðandi jafnlauna- og gæðakerfi.
Árný er með BSc í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík.
Hún hefur unnið sem ráðgjafi varðandi jafnlaunakerfi frá árinu 2018.

Sigríður Örlygsdóttir

Sigríður Örlygsdóttir er eigandi og ráðgjafi hjá Fagráðgjöf, ráðgjafarfyrirtæki sem sérhæfir sig í ráðgjöf varðandi jafnlauna- og gæðakerfi.
Sigríður er með BSc í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og sveinspróf í húsasmíði frá Iðnskólanum í Reykjavík.
Hún hefur um árabil einnig verið fjármála- og gæðastjóri.