Lýsing námskeiðs og skráning

Sambönd sem kæfa

Á þessu áhugaverða námskeiði er fjallað um þessarbirtingamyndir sem tengjast mjög áhugaverðum fræðum sem heita ástarþrá og ástarforðun (e. Love addiction / Love avoidant). Farið er yfir orsakir þess margir leita í raun aftur og aftur í samskonar týpur og sambönd sem breytast úr mjög góðri upplifun yfir í mjög erfiða og sársaukafulla. Námskeiðið er bæði krefjandi og gagnlegt fyrir alla sem vilja skilja betur hvað veldur þessum vanda auk þess sem fjallað er um skref sem hægt er taka til vinna bug á vandanum.  
 

Fyrir hverja? 

Alla sem tengja við þá upplifun að vera að kafna í nánum samböndum eða upplifa djúpstæðan ótta við tilhugsunina að verða hafnað eða yfirgefin í sambandi.  

Námskaflar og tími:

  • Inngangur og yfirlit - 3 mínútur.
  • Hvað er ást og hvað gerir hún fyrir okkur - 7 mínútur.
  • Getur ást farið í öfgar - 11 mínútur.
  • Ástarþrá og ástarforðun - 10 mínútur.
  • Dansinn - 14 mínútur.
  • Leiðir til lausna - 5 mínútur.

Heildarlengd: 50 mínútur.

Verð:
14.000 kr

Hagnýtar upplýsingar

  • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
  • Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
  • Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 100% af verði námskeiðs.
  • Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
  • Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.

 

Leiðbeinandi

Valdimar Þór Svavarsson

Valdimar Þór Svavarsson er ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu, ráðgjafarþjónustu.
Valdimar er með MS gráðu í stjórnun og stefnumótun og BA gráðu í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Hann er sérfræðimenntaður í áfalla- og uppeldisfræðum Piu Mellody, sem fjalla um áföll í samskiptum í uppvextinum sem hafa áhrif á mótun okkur síðar meir, í daglegu tali kallað meðvirkni.
Valdimar er einnig með ACC vottun sem markþjálfi og teymisþjálfi. Hann hefur víðtæka reynslu af vinnu með stjórnendum og öðru starfsfólki fyrirtækja og stofnana í tengslum við samskipti, starfsanda og virðingu á vinnustað. Valdimar veitir einnig viðtalstíma fyrir einstaklinga, hjón og pör. Nánari upplýsingar á www.fyrstaskrefid.is

Hoobla - Systir Akademias