Skyndihjálp
Útgáfudagur: 09/10/22
Síðast uppfært: 07/04/25
Skyndihjálp getur skipt sköpum þegar á reynir.
Lærðu skyndihjálp til þess að geta aðstoðað og jafnvel bjargað einstaklingi í neyð. Oftar en ekki er það einhver nákominn þér sem þarf á tafarlausri hjálp að halda vegna slyss eða skyndilegra veikinda. Rafrænt námskeið í skyndihjálp er góður og nauðsynlegur undanfari verklegrar þjálfunar í skyndihjálp.
Markmið námskeiðsins er m.a. að nemandi
hafi fengið fræðslu í grunnatriðum skyndihjálpar, þekki helstu forvarnir og hvað skuli gera þegar komið er að meðvitundarlausri manneskju með eðlilegan hjartslátt
geti veitt endurlífgun, þekki merki hjartastopps, viti hvað skuli gera ef þrengir að öndun í hálsi vegna aðskotahlutar
þekki einkenni slags og viðbrögð við því, viti hvað gera skuli ef til blæðingar eða áverka kemur í skyndi, þekki fyrstu viðbrögð við bruna og þegar komið er að umferðarslysi
þekki mikilvægi þess að veita sálræna skyndihjálp þegar á þarf að halda
Fyrir kynningarefni í skyndihjálp, kíktu í vefverslun Rauða Krossins.
Fyrir hverja?
Alla sem þurfa að geta veitt aðstoð og neyðarhjálp í skyndi.
Verð: 24.000 kr.
Hagnýtar upplýsingar
TILBOÐ í takmarkaðan tíma.
Árs áskrift af um 160 MasterClass námskeiðum Akademias. Verð: 99.000 kr. Sjá nánar hér.
- Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
- Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
- Hægt að læra í gegnum vefsíðu Akademias en einnig með Akademias appinu (fyrir Android og iPhone)
- Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
- Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 100% af verði námskeiðs.
- Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
- Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.