Lýsing námskeiðs og skráning

Eld- og brunavarnir

Hér er sagt frá Eigið eldvarnareftirliti en það felur í sér daglegt og reglubundið eftirlit sem fyrirtæki og stofnanir sinna að eigin frumkvæði og á eigin kostnað. Eigandi mannvirkisins ber ábyrgð á eigin eldvarnareftirliti og skal gæta þess að mannvirkið fullnægi að öllu leiti þeim brunavörnum sem lög og reglugerðir gera kröfu um hverju sinni.

Einnig er farið yfir þann helsta búnað sem tengist eldvörnum og brunaöryggi í húsnæði vinnustaða hér á landi. Fjallað er um notkun, eftirlit og viðbrögð við þessum búnaði og hvernig rétt notkun eykur öryggi þeirra sem á staðnum vinna og hann sækja.
 
Fyrir hverja?
Alla sem koma að eld- og brunavörnum í fyrirtækjum, stofnunum og vinnustöðum.

Námskaflar og tími:

  • Eigið eldvarnareftirlit - 6 mínútur.
  • Búnaður og húsnæði - 8 mínútur.
  • Rýmingar - 7 mínútur.
  • Notkun handslökkvitækja - 8 mínútur.

Heildarlengd: 29 mínútur.

Textun í boði:
Enska og íslenska.

Verð:
24.000 kr.

TILBOÐ í takmarkaðan tíma:
Árs áskrift af öllum yfir 120 MasterClass námskeiðum Akademias. Verð:149.000 kr. Sjá nánar hér.

Hagnýtar upplýsingar

  • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
  • Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
  • Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 90% af verði námskeiðs.
  • Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
  • Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.

 

Leiðbeinandi

Eyþór Víðisson

Eyþór Víðisson er öryggisfræðingur með yfir 35 ára reynslu af öryggismálum; ráðgjöf, stjórnun og fræðslu.

Hoobla - Systir Akademias