Lýsing námskeiðs og skráning

Microsoft To Do 2024

Námskeiðið er ný útgáfa af Microsoft ToDo (2024) og er farið yfir viðmótið, hvernig stofnað er og unnið með verk og hvernig það getur talað við forrit eins og Outlook og Planner. Við lærum að gera lista, verk og undirverk og ýmsar gagnlegar stillingar skoðaðar. Við kíkjum á síma útgáfuna af Microsoft ToDo, sjáum hvernig verk eru búin til í Teams og farið yfir góð ráð í lokin. 
 
Fyrir hverja?
Alla þá sem vilja kynna sér það helsta í nýjustu útgáfu af Microsoft To Do.
 

Námskaflar og tími:

  • Inngangur - 2 mínútur.
  • Viðmótið - 3 mínútur.
  • Stofna og vinna með verk - 5 mínútur.
  • Undirverk, listar og grúppur - 3 mínútur.
  • Stofna verk úr tölvupósti - 2 mínútur.
  • To Do og nýja Outlook - 1 mínúta.
  • Búa til verk í Teams -
  • Að deila lista - 1 mínúta.
  • Verk í Planner - 2 mínútur.
  • To Do í símanum - 1 mínúta.
  • Nokkur ráð í lokin - 2 mínútur.
  • Samantekt - 1 mínúta.

Heildarlengd: 23 mínútur.

Verð:
24.000 kr.

Hagnýtar upplýsingar

  • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
  • Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
  • Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 100% af verði námskeiðs.
  • Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
  • Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.

 

Leiðbeinandi

Hermann Jónsson

Hermann Jónsson, kennslustjóri tæknináms Akademias, hefur starfað í tölvubransanum í fjölda ára, meðal annars sem framkvæmdastjóri hjá tölvuskólanum iSoft, tölvuskólanum NTV og sem fræðslustjóri Advania.
Hermann hefur margra ára reynslu sem kennari í upplýsingatæknigeiranum.

Hoobla - Systir Akademias