Sáttamiðlun er aðferð til lausnar ágreinings þar sem hlutlaus sáttamiðlari aðstoðar aðila við að finna sínar eigin lausnir. Fjallað er um hugmyndafræði sáttamiðlunar, sáttamiðlunarferlið, hlutverk sáttamiðlara og hvaða verkfæri sáttamiðlari notar til að hjálpa fólki við að leysa úr ágreiningi sínum.
Um hvað er námskeiðið?
Á námskeiðinu er meðal annars farið yfir hugmyndafræði sáttamiðlunar og hvað sáttamiðlun er.
Einnig sáttamiðlunarferlið; undirbúning fyrir sáttamiðlun, 6 skref sáttafundar og samkomulag í sáttamiðlun.
Kosti sáttamiðlunar og hlutverk og eiginleika sáttamiðlara.
Verkfæri sáttamiðlara; samningatækni, spurningatækni, undirliggjandi ástæður ágreinings, umorðun, samantekt, traust og lausnamiðaða hugsun.
Fyrir hverja:
Sáttamiðlun fyrir stjórnendur og starfsfólk er fyrir þá sem vilja kynna sér aðferðafræði sáttamiðlunar og öðlast verkfæri til þess að aðstoða fólk við að leysa úr ágreinings- og deilumálum á vinnustöðum og víðar.