Lýsing námskeiðs og skráning

Sáttamiðlun

Sáttamiðlun er aðferð til lausnar ágreinings þar sem hlutlaus sáttamiðlari aðstoðar aðila við að finna sínar eigin lausnir. Fjallað er um hugmyndafræði sáttamiðlunar, sáttamiðlunarferlið, hlutverk sáttamiðlara og hvaða verkfæri sáttamiðlari notar til að hjálpa fólki við að leysa úr ágreiningi sínum.

Um hvað er námskeiðið?
Á námskeiðinu er meðal annars farið yfir hugmyndafræði sáttamiðlunar og hvað sáttamiðlun er.
Einnig sáttamiðlunarferlið; undirbúning fyrir sáttamiðlun, 6 skref sáttafundar og samkomulag í sáttamiðlun.
Kosti sáttamiðlunar og hlutverk og eiginleika sáttamiðlara.
Verkfæri sáttamiðlara; samningatækni, spurningatækni, undirliggjandi ástæður ágreinings, umorðun, samantekt, traust og lausnamiðaða hugsun.
 
Fyrir hverja: 
Sáttamiðlun fyrir stjórnendur og starfsfólk er fyrir þá sem vilja kynna sér aðferðafræði sáttamiðlunar og öðlast verkfæri til þess að aðstoða fólk við að leysa úr ágreinings- og deilumálum á vinnustöðum og víðar. 

Námskaflar og tími:

  • Kynning - 2 mínútur.
  • Hvað er sáttamiðlun? - 7 mínútur.
  • Sáttamiðlunarferlið - 19 mínútur.
  • Hvenær hentar sáttamiðlun? - 13 mínútur.
  • Hlutverk sáttamiðlarans - 12 mínútur.
  • Verkfæri sáttamiðlara, fyrri hluti - 12 mínútur.
  • Verkfæri sáttamiðlara, seinni hluti - 10 mínútur.

Heildarlengd: 75 mínútur.

Verð:
24.000 kr.

Hagnýtar upplýsingar

TILBOÐ í takmarkaðan tíma.
Árs áskrift af um 160 MasterClass námskeiðum Akademias. Verð: 99.000 kr. Sjá nánar hér.

  • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
  • Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
  • Hægt að læra í gegnum vefsíðu Akademias en einnig með Akademias appinu (fyrir Android og iPhone)
  • Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 100% af verði námskeiðs.
  • Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
  • Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.

 

Leiðbeinandi

Lilja Bjarnadóttir

Lilja Bjarnadóttir er sáttamiðlari og lögfræðingur, og stofnandi og eigandi Sáttaleiðarinnar.
Lilja hefur starfað sem sáttamiðlari síðan 2015 og sinnt kennslu á sviði sáttamiðlunar fyrir Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og Háskólann á Bifröst, auk þess að halda sjálfstæð námskeið líkt og Sáttamiðlaraskólann.
Lilja er LL.M. in Dispute Resolution frá University of Missouri, í Bandaríkjunum 2015 og formaður Sáttar frá árinu 2016.