Heilsuefling og sjálfsrækt
Betri svefn með Dr. Erlu Björnsdóttur
Dr. Erla Björnsdóttir fer yfir hvað er að gerast í líkama og sál þegar við sofum og hvers vegna svefn er okkur svona mikilvægur. Hún ræðir um hversu mikið við þurfum að sofa, áhrifin sem það hefur á okkur ef við sofum ekki nóg og hvernig við getum brugðist við svefnleysi. Í lokin fer hún yfir mikilvægar svefnvenjur sem gott er að venja sig á.