Lýsing námskeiðs og skráning

Allt um Kína - RÓT

Allt sem þú þarft að vita um Kína og meira til – RÓT gefur heildstæða mynd af nútímavæðingu Kína, fyrirferð og áhrif Kína á alþjóðavettvangi og mikilvægi sögunnar í samskiptum ráðamanna við Vesturlönd og aðrar þjóðir. Samfélagsbylting, nýjar atvinnugreinar, misskipting og vaxandi þjóðerniskennd eru tekin til umfjöllunar. Stöðutákn, sýnineysla, tæknibylting og offjárfesting hafa sett svip sinn á þróun Kína undanfarin ár og áratugi auk þess sem mikilvægi Kína í framleiðslukeðjum heimsins kemur við sögu.

Námskeiðið skiptist í 13 kafla sem m.a. fjalla um einstaka borgvæðingu, tækifæri og áskoranir byggingargeirans í Kína, samfélagslegar áskoranir, neytendabyltingu Kína, kínverska ferðamenn, verslunarsiglingar fyrr á öldum, hröðustu iðnbyltingu í heimi, víniðnað í Kína, Hátækniiðnað og fjárfestingar, Kínversk stjórnvöld og alþjóðaviðskipti, menntakerfi og áhrif stjórnvalda, stöðuna í dag og hvers er að vænta.
 
Fyrir hverja?
Allt sem þú þarft að vita um Kína og meira til – RÓT er fyrir alla sem hafa áhuga á að kynna sér hvert eitt stærsta efnahagsveldi heims stefnir. Námskeiðið veitir fjölbreyttar og bráðnauðsynlegar upplýsingar um Kína og varpar skýru ljósi á samfélag og stjórnvöld.

Námskaflar og tími:

  • Inngangur - 2 mínútur.
  • Borgin kallar - 5 mínútur.
  • Velmegun og vistarbönd - 4 mínútur.
  • Nýir neytendur - 2 mínútur.
  • Lúxusmarkaðurinn - 3 mínútur.
  • Kínverskir ferðamenn - 3 mínútur.
  • Te og ópíum - 5 mínútur.
  • Iðnvæðing og lýðræði - 3 mínútur.
  • Horft til vesturs - 2 mínútur.
  • Bordeaux austursins - 3 mínútur.
  • Framkvæmda- gleði og áskoranir - 4 mínútur.
  • Menningarmunur og innræting - 3 mínútur.
  • Shanghai sveifla - 5 mínútur.

Heildarlengd: 44 mínútur.

Verð:
24.000 kr.

Hagnýtar upplýsingar

  • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
  • Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
  • Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 100% af verði námskeiðs.
  • Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
  • Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.

 

Leiðbeinandi

Lína Guðlaug Atladóttir

Lína Guðlaug er viðskiptafræðingur og Austur-Asíufræðingur frá Háskóla Íslands og Fudan háskóla í Shanghai. Hún hefur unnið margvísleg stjórnunarstörf að mestu við markaðs- og kynningarmál. Undanfarin ár hefur Lína tekið að sér ýmiss konar sjálfstæð verkefni erlendis og innanlands. RÓT - Allt sem þú þarft að vita um Kína og meira til er fyrsta bók Línu Guðlaugar.

Hoobla - Systir Akademias