Fyrir hverja er námskeiðið?
Vilt þú læra að búa til flottan vef með litlum sem engum tilkostnaði? Vilt þú hafa einfalda leið til að uppfæra efni og bæta við upplýsingum á vefnum þínum? Vilt þú sleppa við tæknilegt vesen og bras við vefþjóna og hýsingu? Þá er vefsíðugerð í Squarespace fyrir þig.
Squarespace er eitt vinsælasta vefumsjónarkerfið í heiminum í dag en yfir 2,5 milljónir vefja nýta það. Kerfið er einfalt og þægilegt í notkun ásamt því að bjóða upp á sveigjanleika og hentar því vefjum af ýmsum stærðum og gerðum, svo sem fyrir; fyrirtæki, vefverslanir, einyrkja eða bloggsíður.
Um hvað er námskeiðið?
Í námskeiðinu er farið yfir grunnatriði, leiðatré og bestu venjur við að setja upp nýjan vef í Squarespace, velja sniðmát sem hentar og aðlaga útlit og vörumerki. Einnig er farið yfir grunnatriði sem einkenna góða vefi, hvað þarf að hafa í huga fyrir vefmælingar, leitarvélabestun, efnistök og uppfærslur efnis á vefnum. Einnig að setja upp einfalda vefverslun og tengja lén við vefinn.