Lýsing námskeiðs og skráning

Stjórnarhættir minni og meðalstórra fyrirtækja

Stærstu mistökin sem minni og meðalstór fyrirtæki gera er að hafa ekki stjórn sem hefur skýrt hlutverk og viðeigandi stjórnarmenn.
 
Um hvað er námskeiðið?
Námskeiðið snýst um að gera stjórnarstarf í sprotafyrirtækjum og minni og meðalstórum fyrirtækjum markvirkara. Stjórnir eiga að hafa hlutverk og skapa verðmæti fyrir fyrirtækið. Farið er yfir hlutverk stjórna, ráðgjafarstjórnir, stjórnarháttademantinn og lögbundna stjórnarhætti sem krefjast eftirlitsskyldu.
Námskeiðið er útfært sem fjarnámskeið á netinu. Það er hliðstætt við alþjóðlegt námskeið sem Dr. Eyþór Ívar Jónsson hefur hannað og stýrt í Svíþjóð og Danmörku um árabil.

Fyrir hverja?
Námskeiðið er hannað fyrir stjórnarmenn og framkvæmdastjóra sprotafyrirtækja og minni og meðalstórra fyrirtækja og er nauðsynlegt fyrir alla sem koma að rekstri slíkra fyrirtækja.

Námskaflar og tími:

 • Inngangur - 5 mínútur.
 • Af hverju stjórnir? - Kafli 1 - 19 mínútur.
 • Skilgreiningar - 26 mínútur.
 • Ráðgjafastjórnir - 33 mínútur.
 • Ábyrgð - 13 mínútur.
 • Hlutafélög - 11 mínútur.
 • Demanturinn - 16 mínútur.
 • Tilgangur stjórnar - 69 mínútur.
 • Verkefni, að búa til eigin stjórn - 14 mínútur.

Heildarlengd: 206 mínútur.

Verð:
24.000 kr.

TILBOÐ: Áskrift að öllum yfir 120 MasterClass námskeiðum Akademias. Verð: 149.000 kr. Sjá nánar hér.

Hagnýtar upplýsingar

 • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
 • Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
 • Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
 • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 90% af verði námskeiðs.
 • Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
 • Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.

 

Leiðbeinandi

Dr. Eyþór Ívar Jónsson

Dr. Eyþór Ívar Jónsson, forseti Akademias, er sérfræðingur á sviði stjórnunar og viðskiptafræða og einn reyndasti MBA kennari Norðurlandanna.
Eyþór kennir námskeiðin miniMBA – Fjármál fyrirtækja, fjártækni og árangursstjórnun og Leiðtogi í fjármögnun og fjárfestingum, hjá Akademias.

Hoobla - Systir Akademias