Lýsing námskeiðs og skráning

Fjölskylduhlutverk í vanvirkum fjölskyldum

Líður þér stundum eins og þú vitir ekki hver þú ert? Kannast þú við að vera stöðugt að reyna að bjarga öðrum en í erfiðleikum með að sinna eigin þörfum? Eða ertu kannski með mikla fullkomnunaráráttu, mátt ekki gera mistök og þarft að ná árangri á öllum sviðum? Passar þú þig að taka þér ekkert fyrir hendur sem þú óttast að þú náir ekki árangri með? Eða hefur þú upplifað að það sé eins og þú sért svarti sauðurinn í fjölskyldunni? Finnur þú fyrir skömm og óöryggi? Ertu kannski að upplifa að þú megir ekki taka pláss og vilt helst láta sem minnst fyrir þér fara?
Á þessu áhugaverða námskeiði er fjallað um tengslin á milli ákveðinna vandamála í vanvirkum og alkóhólískum fjölskyldum og hlutverka sem verða til í slíkum aðstæðum.
 

Fyrir hverja?

Námskeiðið er í senn krefjandi og opinberandi fyrir alla þá sem kannast við að hafa alist upp við erfiðar aðstæður vegna vímuefnafíknar fjölskyldumeðlims eða annarra uppeldisþátta sem teljast mega vera ófullnægjandi og vanvirkir.

Námskaflar og tími:

  • Inngangur - 20 mínútur.
  • Bjargvætturinn - 5 mínútur.
  • Fjölskylduhetjan - 6 mínútur.
  • Blóraböggullinn - 7 mínútur.
  • Týnda barnið - 5 mínútur.
  • Lukkudýrið - 3 mínútur.
  • Hvað er til ráða - 5 mínútur.

Heildarlengd: 51 mínúta.

Verð:
14.000 kr

Hagnýtar upplýsingar

  • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
  • Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
  • Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 100% af verði námskeiðs.
  • Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
  • Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.

 

Leiðbeinandi

Valdimar Þór Svavarsson

Valdimar Þór Svavarsson er ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu, ráðgjafarþjónustu.
Valdimar er með MS gráðu í stjórnun og stefnumótun og BA gráðu í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Hann er sérfræðimenntaður í áfalla- og uppeldisfræðum Piu Mellody, sem fjalla um áföll í samskiptum í uppvextinum sem hafa áhrif á mótun okkur síðar meir, í daglegu tali kallað meðvirkni.
Valdimar er einnig með ACC vottun sem markþjálfi og teymisþjálfi. Hann hefur víðtæka reynslu af vinnu með stjórnendum og öðru starfsfólki fyrirtækja og stofnana í tengslum við samskipti, starfsanda og virðingu á vinnustað. Valdimar veitir einnig viðtalstíma fyrir einstaklinga, hjón og pör. Nánari upplýsingar á www.fyrstaskrefid.is

Hoobla - Systir Akademias