Vinnur þú verklega vinnu þar sem reynir á líkamlegan styrk, svo sem að meðhöndla þungar byrðar eða í einhæfri álagsvinnu? Vilt þú fá leiðsögn, ráð og ábendingar um hvað hægt er að gera í forvarnarskyni gegn helstu stoðverkjum og streitu, til að viðhalda sem bestri heilsu?
Markmið námskeiðsins er að kenna starfsfólki að tileinka sér rétta líkamsbeitingu, fyrirbyggja og draga úr stoðverkjum og að góð heilsa sé í fyrirrúmi.
Um hvað er námskeiðið?
Farið er yfir mikilvægi þess að beita líkamanum rétt í verklegri vinnu, þar sem reynir á líkamlegan styrk. Svo sem hvernig er hægt að meðhöndla þungar byrðar (lyfta, ýta og toga) og beita líkamanum við einhæfa álagsvinnu.
Einnig er farið í hvað hægt er að gera í forvarnarskyni gegn helstu stoðverkjum og streitu.
Fyrir hverja:
Fyrir alla sem vinna önnur störf en skrifstofustörf. Sem dæmi; iðnaðarstörf, umönnunarstörf, lager- og framleiðslustörf, sjómennsku, fiskvinnslu, hótel- og veitingastörf, vegavinnu, ræstingar, leikskólavinnu, flutninga og vöruhúsavinnu.