Lýsing námskeiðs og skráning

Rétt líkamsbeiting og vellíðan - í verklegri vinnu

Vinnur þú verklega vinnu þar sem reynir á líkamlegan styrk, svo sem að meðhöndla þungar byrðar eða í einhæfri álagsvinnu? Vilt þú fá leiðsögn, ráð og ábendingar um hvað hægt er að gera í forvarnarskyni gegn helstu stoðverkjum og streitu, til að viðhalda sem bestri heilsu?

Markmið námskeiðsins er að kenna starfsfólki að tileinka sér rétta líkamsbeitingu, fyrirbyggja og draga úr stoðverkjum og að góð heilsa sé í fyrirrúmi.

Um hvað er námskeiðið?
Farið er yfir mikilvægi þess að beita líkamanum rétt í verklegri vinnu, þar sem reynir á líkamlegan styrk. Svo sem hvernig er hægt að meðhöndla þungar byrðar (lyfta, ýta og toga) og beita líkamanum við einhæfa álagsvinnu.
Einnig er farið í hvað hægt er að gera í forvarnarskyni gegn helstu stoðverkjum og streitu.

Fyrir hverja:
Fyrir alla sem vinna önnur störf en skrifstofustörf. Sem dæmi; iðnaðarstörf, umönnunarstörf, lager- og framleiðslustörf, sjómennsku, fiskvinnslu, hótel- og veitingastörf, vegavinnu, ræstingar, leikskólavinnu, flutninga og vöruhúsavinnu.

Námskaflar og tími:

  • Fimm þættir sem hafa mest áhrif á stoðkerfið - 8 mínútur.
  • Léttitæki - 1 mínúta.
  • Líffærafræði - 4 mínútur.
  • Líkamleg og andleg einkenni - 2 mínútur.
  • Helstu stoðverkir og ráð gegn þeim - 9 mínútur.
  • Teygjuæfingar og samantekt - 3 mínútur.

Heildarlengd: 27 mínútur.

Textun í boði:
Enska, íslenska, pólska og víetnamska.

Verð:
24.000 kr.

Hagnýtar upplýsingar

  • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
  • Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
  • Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 100% af verði námskeiðs.
  • Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
  • Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.

 

Leiðbeinandi

Ásgerður Guðmundsdóttir

Ásgerður Guðmundsdóttir er sjúkraþjálfari og íþróttakennari.
Ásgerður hefur í yfir 20 ár sérhæft sig í vinnustaðaúttektum í fyrirtækjum og stofnunum um land allt. Samhliða hefur hún verið með námskeið og fyrirlestra um heilsueflingu og heilsuvernd sem miða að aukinni vellíðan í vinnu og að draga úr vöðvabólgu og öðrum stoðverkjum.

Hoobla - Systir Akademias