Lýsing námskeiðs og skráning

Stefnumótun og skipulag

Stefnumótun og skipulag er grundvöllur árangurs fyrirtækja. Án skýrrar stefnu eiga fyrirtæki erfitt með framþróun og án skipulags sem styður stefnumótun verður stefna aldrei að veruleika. Öll fyrirtæki eiga að hafa skýra stefnu, skipulag sem styður við þá stefnu og tilgang sem gefur fólki ástæðu til að taka þátt í vegferðinni.

Um hvað er námskeiðið?
Námskeiðið fjallar um stefnumótun almennt og hvernig hægt er með einföldum hætti að búa til stefnumótunarþríhyrning fyrir fyrirtæki. Lögð er áhersla á gullna þríhyrninginn þar sem útgangspunkturinn er tilgangur félagsins. Einnig er farið yfir einfalt ferli til að fylgja þegar verið er að móta stefnu og skipulag til innleiðingar hennar. 
 
Fyrir hverja?
Námskeiðið er fyrir alla sem eru í stjórnunarstöðum eða þurfa að hjálpa fyrirtækjum að finna tilgang og marka stefnu til að ná árangri. Mikilvægt er að allir í framkvæmdateymum fyrirtækja hafi grundvallarskilning á stefnumótun og skipulagi.

Námskaflar og tími:

  • Stefnumótun - 8 mínútur.
  • Hlutverk, gildi, framtíðarsýn og markmið - 14 mínútur.
  • Tilgangur - 6 mínútur.
  • Stefna til árangurs, fyrri hluti - 10 mínútur.
  • Stefna til árangurs, seinni hluti - 14 mínútur.
  • Stefnumótunarferli - 15 mínútur.
  • Stefna og skipulag - 9 mínútur.

Heildarlengd: 76 mínútur.

Verð:
24.000 kr.

Hagnýtar upplýsingar

TILBOÐ í takmarkaðan tíma.
Árs áskrift af um 160 MasterClass námskeiðum Akademias. Verð: 99.000 kr. Sjá nánar hér.

  • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
  • Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
  • Hægt að læra í gegnum vefsíðu Akademias en einnig með Akademias appinu (fyrir Android og iPhone)
  • Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 100% af verði námskeiðs.
  • Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
  • Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.

 

Leiðbeinandi

Dr. Eyþór Ívar Jónsson

Dr. Eyþór Ívar Jónsson, forseti Akademias, er sérfræðingur á sviði stjórnunar og viðskiptafræða og einn reyndasti MBA kennari Norðurlandanna.
Eyþór kennir námskeiðin miniMBA – Fjármál fyrirtækja, fjártækni og árangursstjórnun og Leiðtogi í fjármögnun og fjárfestingum, hjá Akademias.