Lýsing námskeiðs og skráning

Tímastjórnun og skipulag funda

Lærðu einfalda tímastjórnun og hvernig á að skipuleggja árangursríka fundi.

Um hvað er námskeiðið?
Námskeiðið er tvískipt. Í fyrri hlutanum er farið yfir helstu aðferðir til að skipuleggja tímann þannig að stjórnendur og starfsmenn nái bæði að hámarka afköst og skapa jafnvægi á milli vinnu og frítíma. Í seinni hlutanum er farið yfir af hverju fundir eru óskilvirkir og hvernig má ná miklu meiri árangri með fundum með því að forgangsraða fundum og skipuleggja.
Námskeiðið tekur á nokkrum helstu mýtum í sambandi við tímastjórnun og skipulagningu funda.

Fyrir hverja?
Fyrir alla sem vilja stjórna og nota tíma sinn betur og skipuleggja árangursríkari fundi.

Námskaflar og tími:

 • Tilgangur og tegund - 9 mínútur.
 • Tími og þátttakendur - 10 mínútur.
 • Stjórnun og undirbúningur - 9 mínútur.
 • Fókus og dagskrá - 19 mínútur.
 • Tíminn sem okkur var gefinn - 6 mínútur.
 • Hvernig nýti ég vinnutímann? - 6 mínútur.
 • Markvirkni - Gera réttu hlutina - 6 mínútur.
 • Dagatalið sem tímastjórntæki - 7 mínútur.
 • Skipulögð vinnubrögð - 8 mínútur.
 • Nokkur góð ráð - 9 mínútur.

Heildarlengd: 89 mínútur.

Textun í boði:
Enska og íslenska.

Verð:
24.000 kr.

TILBOÐ í takmarkaðan tíma:
Árs áskrift af öllum yfir 120 MasterClass námskeiðum Akademias. Verð:149.000 kr. Sjá nánar hér.

Hagnýtar upplýsingar

 • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
 • Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
 • Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
 • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 90% af verði námskeiðs.
 • Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
 • Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.

 

Leiðbeinandi

Dr. Eyþór Ívar Jónsson

Dr. Eyþór Ívar Jónsson, forseti Akademias, er sérfræðingur á sviði stjórnunar og viðskiptafræða og einn reyndasti MBA kennari Norðurlandanna.
Eyþór kennir námskeiðin miniMBA – Fjármál fyrirtækja, fjártækni og árangursstjórnun og Leiðtogi í fjármögnun og fjárfestingum, hjá Akademias.

Hoobla - Systir Akademias