Tímastjórnun og skipulag funda

Útgáfudagur: 27/09/22
Síðast uppfært: 21/09/24

Lærðu einfalda tímastjórnun og hvernig á að skipuleggja árangursríka fundi.

Námskeiðið er tvískipt. Í fyrri hlutanum er farið yfir helstu aðferðir til að skipuleggja tímann þannig að stjórnendur og starfsmenn nái bæði að hámarka afköst og skapa jafnvægi á milli vinnu og frítíma. Í seinni hlutanum er farið yfir af hverju fundir eru óskilvirkir og hvernig má ná miklu meiri árangri með fundum með því að forgangsraða fundum og skipuleggja.
Námskeiðið tekur á nokkrum helstu mýtum í sambandi við tímastjórnun og skipulagningu funda.
 

Markmið námskeiðsins er m.a. að nemandi

  • öðlist innsýn inn í tilgang þess að skipuleggja sig vel og virða tíma allra, hvernig er hægt að stjórna því og best að undirbúa slíkt á vinnustað

  • fái innsýn í fókus og dagskrá funda og hvernig má nýta vinnutímann sem best

  • læri skipulögð vinnubrögð og hvernig hann getur nýtt sér dagatalið sem tímastjórnunartæki og hvernig hægt er að ná sem bestri markvirkni með því að gera réttu hlutina

     

Fyrir hverja?

Stjórnendur og starfsmenn sem vilja læra að skerpa fókus í sínum fyrirtækjum með því að nýta tímann sem best og ná meiri árangri með fundum. 

Verð: 24.000 kr.

Hagnýtar upplýsingar

TILBOÐ í takmarkaðan tíma.

Árs áskrift af um 160 MasterClass námskeiðum Akademias. Verð: 99.000 kr. Sjá nánar hér.

  • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
  • Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
  • Hægt að læra í gegnum vefsíðu Akademias en einnig með Akademias appinu (fyrir Android og iPhone)
  • Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 100% af verði námskeiðs.
  • Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
  • Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.