Leiðtogar, samskipti og teymi
Tímastjórnun og skipulag funda
Lærðu einfalda tímastjórnun og hvernig á að skipuleggja árangursríka fundi
Lærðu einfalda tímastjórnun og hvernig á að skipuleggja árangursríka fundi
Námskeiðið er tvískipt. Í fyrri hlutanum er farið yfir helstu aðferðir til þess að skipuleggja tímann þannig að stjórnendur og starfsmenn nái bæði að hámarka afköst og skapa jafnvægi á milli vinnu og frítíma. Í seinni hlutanum er farið yfir af hverju fundir eru óskilvirkir og hvernig má ná miklu meiri árangri með fundum með því að forgangsraða fundum og skipuleggja. Námskeiðið tekur á nokkrum helstu mýtum í sambandi við tímastjórnun og skipulagningu funda.
Heildarlengd: 89 mín.
Dr. Eyþór Ívar Jónsson, er sérfræðingur á sviði stjórnunar og viðskiptafræða og einn reyndasti MBA kennari Norðurlandanna. Eyþór kennir námskeiðin miniMBA – Fjármál fyrirtækja, fjártækni og árangursstjórnun og Leiðtogi í fjármögnun og fjárfestingum hjá Akademias.