Lýsing námskeiðs og skráning

Textaskrif fyrir vefsíður til að ná árangri á Google

Við setjum upp vefsíður til að fólk geti nálgast upplýsingar og jafnvel framkvæmt ýmsar aðgerðir. Til að setja upplýsingarnar fram á sem bestan máta er nauðsynlegt að skilja notendur okkar; hvaða fólk notar vefsíðuna, til hvers og af hverju? Ennfremur að hafa í huga þá þætti sem skipta máli fyrir Google og leitarvélabestun. Þá getum við hafist handa að skrifa texta, með okkar rödd og tón, á sem auðskiljanlegastan hátt.

Berglind Ósk er notendamiðaður textasmiður sem leiðir okkur í gegnum bestu leiðir til að skrifa góðan texta fyrir vefinn.

Um hvað er námskeiðið?
Hvað er notendamiðuð textasmíði?
Hver eru algengustu mistök við textaskrif á vefnum?
Hvernig á að skilgreina rödd og tón?
Hvað er efnisleiðarvísir?
Ráð fyrir frágang á texta.

Fyrir hverja: 
Námskeiðið gagnast öllum sem þurfa að skrifa texta sem birtist á vefnum eða koma á einhvern hátt að efni sem birtist á vef. 

Námskaflar og tími:

  • Kynning - 1 mínúta.
  • Notendamiðuð textasmíði - 13 mínútur.
  • Rödd og tónn - 5 mínútur.
  • Dæmi - ofbeldisgátt 112.is - 5 mínútur.
  • Að lokum - 3 mínútur.

Heildarlengd: 27 mínútur.

Textun í boði:
Enska og íslenska.

Verð:
24.000 kr.

Hagnýtar upplýsingar

  • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
  • Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
  • Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 100% af verði námskeiðs.
  • Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
  • Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.

 

Leiðbeinandi

Berglind Ósk

Berglind Ósk er tölvunarfræðingur og rithöfundur sem starfar sjálfstætt sem notendamiðaður textasmiður.
Verkefni sem Berglind Ósk hefur komið að eru meðal annars 112.is (ofbeldisgátt), spjallmenni fyrir TM og vefur Hafnarfjarðarbæjar.

Hoobla - Systir Akademias