Heilsuefling og sjálfsrækt
Núvitund
Í námskeiðinu er núvitund kynnt og helstu ástæður fyrir því að við höfum þörf fyrir að þjálfa hana í nútímasamfélagi. Fjallað er um hvað felst í núvitundarþjálfun og helstu þáttum í ávinningi hennar, svo sem aukinni einbeitingu og hugarró, með minni streitu, depurð og kvíða. Einnig þáttum eins og bættum samskiptum og minni streitu, sem skilar sér í aukinni vellíðan bæði í einkalífi og starfi.