Lýsing námskeiðs og skráning

Sigraðu streituna

Hver er munurinn á streitu, kulnun og sjúklegri streitu? Til að geta áttað sig á sínum eigin tilfinningum og komið í veg fyrir að maður brenni út er gott að kunna skil á þessum atriðum.

Um hvað er námskeiðið?
Í námskeiðinu fá þátttakendur verkfæri til að greina streitu og þeim kennt að nota rannsakaðar aðferðir til forvarnar og úrlausna á streitu.
Greint er hver ábyrgð starfsfólks er og hvernig það getur aukið afköst sín án þess að auka við streituna.
Kynnt eru ný hugtök úr streitufræðunum og farið í viðurkenndar aðferðir sem stuðla að streituvörnum sem auka afköst.
Einnig er meðal annars farið yfir þessar spurningar:
Hvers vegna er streita og kulnun svona algeng í dag?
Hver er munurinn á streitu og kulnun?
Hvort er streita ástand eða sjúkdómur?
Hverjar eru viðvörunarbjöllurnar?
Með hvaða hætti næ ég að blómstra í starfi?
Hverjir eru mest útsettir fyrir streitunni?
Hvernig næ ég að auka úthald mitt?
Hvað eru streituvarnir?
Hvað hefur breyst? Hvers vegna erum við svona streitt þjóð?

Fyrir hverja?
Fyrir alla sem sækjast eftir meiri afköstum og enn betra jafnvægi, bæði í einkalífi og starfi.

Námskaflar og tími:

  • Kynning - 1 mínúta.
  • Breyttur vinnumarkaður og einkenni streitu - 8 mínútur.
  • Viðvörunarbjöllur, birtingamynd og áhrif streitu - 7 mínútur.
  • Orkustjórnun - 6 mínútur.
  • Leiðir til lausna - 8 mínútur.
  • Kynning síðari hluta - 1 mínúta.
  • Samfélagslegir streituvaldar - 4 mínútur.
  • Samskiptaþátturinn - 8 mínútur.
  • Komið að kulnun - 8 mínútur.
  • Aftur til starfa - 7 mínútur.

Heildarlengd: 58 mínútur.

Textun í boði:
Enska og íslenska.

Verð:
24.000 kr.

Hagnýtar upplýsingar

TILBOÐ í takmarkaðan tíma.
Árs áskrift af um 160 MasterClass námskeiðum Akademias. Verð: 99.000 kr. Sjá nánar hér.

  • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
  • Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
  • Hægt að læra í gegnum vefsíðu Akademias en einnig með Akademias appinu (fyrir Android og iPhone)
  • Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 100% af verði námskeiðs.
  • Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
  • Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.

 

Leiðbeinandi

Helga Hrönn Óladóttir

Helga Hrönn Óladóttir er mannauðsfræðingur og streituráðgjafi hjá Heilsuvernd.
Helga starfar sem stjórnandi á vegum Waterfront ehf. og þekkir það að „sitja báðum megin borðsins“ á vinnustaðnum.
Helga hefur haldið ótal fyrirlestra og sinnir einstaklingsráðgjöf hjá Heilsuvernd/Streituskólanum. Hún kom einnig að stofnun útibús Heilsuverndar/Streituskólans í Norðurlandsumdæmi, ásamt Ólafi Þór Ævarssyni, geðlækni.