Lýsing námskeiðs og skráning

Microsoft OneNote

Í námskeiðinu er þér kennt hvernig á að nota OneNote til að skipuleggja þig. Þú lærir að setja upp verkefni og halda utan um þau í OneNote.

Um hvað er námskeiðið?
Í námskeiðinu lærirðu hvernig þú getur notað OneNote til að halda utan um vinnubækur og persónulegar bækur, hvar þú átt að vista þær og hvernig þú notar mismunandi einkenni til að skilja á milli bóka sem tilheyra vinnu og einkalífi.
Þú lærir hvernig gögnin þín vistast í tölvunni, snjallsímanum og spjaldtölvunni, allt eftir því hvað hentar þér.
Kennt er hvernig OneNote talar við önnur forrit, til dæmis Outlook, Word og Excel.
Einnig er meðal annars farið í hvernig mismunandi efni er sett inn í OneNote.
Tekin upp hljóð og myndbönd og leitað í hljóði.
Bókum deilt í OneNote.
Haldið utan um skipulag með „tags“.
Glósað inn í OneNote.
Samvinna OneNote og Outlook.
Munurinn á OneNote og OneNote for Windows 10.

Fyrir hverja? 
Fyrir alla sem vilja nýta sér möguleika OneNote til að skipuleggja sig enn betur.

Námskeiðslýsing:

  • Hvað er OneNote? (1 mín.)
  • Notendaviðmót (3 mín.)
  • Stofna nýja bók (3 mín.)
  • Setja inn texta (4 mín.)
  • Skýra blaðsíður og flipa (1 mín.)
  • Búa til og færa flipa og blaðsíður (3 mín.)
  • Endurnefna og færa minnisbækur (1 mín.)
  • Forsniðinn texti (1 mín.)
  • Áherslumerki og tölusetningar (1 mín.)
  • Setja inn myndir (1 mín.)
  • Senda efni til OneNote (2 mín.)
  • Setja inn skjáskot (2 mín.)
  • Vinna með skjáskot (3 mín.)
  • Vinna með merki (5 mín.)
  • Samskipti við Outlook (4 mín.)
  • Setja inn töflu og breyta í Excel (3 mín.)
  • Setja inn skrár (3 mín.)
  • Setja inn Excel skrár (4 mín.)
  • Setja inn hljóð og myndbandsskrá (1 mín.)
  • Leita í minnisbók (1 mín.)
  • Upptaka hljóð og myndskeiða (4 mín.)
  • Notkun sniðmáta (3 mín.)
  • Tímastimplar, tákn og stærðfræðijöfnur (1 mín.)
  • Nota teikniflipann (4 mín.)
  • Deila bók (7 mín.)
  • Leita að höfundi og breytingum í skjali eða minnisbók (2 mín.)
  • Sjá fyrri útgáfur skjala (2 mín.)
  • Læsa flipa með lykilorði (1 mín.)
  • Tengdir minnispunktar (3 mín.)
  • Stilla blaðsíðustærð, lit og fleira (2 mín.)
  • Setja bakgrunn (1 mín.)
  • Vista í aðrar skrár (2 mín.)
  • Ýmsar stillingar (3 mín.)
  • Munurinn á OneNote 2016 og OneNote fyrir Windows 10 (4 mín.)
  • Samantekt (1 mín.)

Heildarlengd: 87 mín.

Verð:
24.000 kr.

Hagnýtar upplýsingar

  • TILBOÐ: Ef fimm MasterClass námskeið eru keypt saman, verð 99.000 kr. Sjá nánar hér.
  • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
  • Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
  • Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 90% af verði námskeiðs.
  • Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
  • Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.

 

Leiðbeinandi

Hermann Jónsson

Hermann Jónsson, kennslustjóri tæknináms Akademias, hefur starfað í tölvubransanum í fjölda ára, meðal annars sem framkvæmdastjóri hjá tölvuskólanum iSoft, tölvuskólanum NTV og sem fræðslustjóri Advania.
Hermann hefur margra ára reynslu sem kennari í upplýsingatæknigeiranum.

Hoobla - Systir Akademias