Hvernig verður eiginlega þessi framtíð vinnu og hvernig þurfa dagleg störf stjórnenda að breytast til að styðja sem best við rekstur fyrirtækja á vinnumarkaði framtíðarinnar?
Um hvað er námskeiðið?
Námskeiðið snýst um að upplýsa um helstu áhrifaþætti á bak við breytingar sem eru að verða í vinnuumhverfinu og hvernig fyrirtæki og stjórnendur þurfa að breyta ýmsu í sinni nálgun til að styðja við samkeppnishæfni sinna vinnustaða, bæði sem fyrirtækja og vinnustaða.
Í námskeiðinu eru tekin fyrir fjölmörg atriði í þessu sambandi, svo sem:
Helstu stefnur og áhrifaþættir breytinga í vinnuumhverfi og á vinnumarkaði.
Aukin völd vinnuaflsins í vinnusambandinu.
Breytingar sem þurfa að verða á öflun umsækjenda og ráðningum.
Færni til framtíðar og breytingar á starfsþróun og þekkingarstjórnun.
Breytingar á frammistöðustjórnun, í samhengi við breyttan vinnutíma og aukna fjarvinnu.
Mikilvægi góðrar upplifunar í vinnuumhverfinu almennt og stafrænnar upplifunar í vinnuumhverfinu.
Atvinnuhæfni, fagleg hæfni og persónuleg færni.
Velsæld, fjölbreytileiki, vinnustaðamenning, traust og margt fleira.
Fyrir hverja?
Námskeiðið er fyrir alla stjórnendur og allt mannauðsfólk.