Lýsing námskeiðs og skráning

Microsoft Word

Í námskeiðinu er farið í það helsta sem Word býður upp á. Markmiðið er að nemendur nái tökum á forritinu og geti nýtt sér það á sem fjölbreyttastan hátt.

Í námskeiðinu er kennt á virkni forritsins en ekki kennd ritvinnsla.

Meðal annars er kennt að setja upp síður, breyta ýmsum stillingum, vinna með myndir og gröf og margt fleira.

Fyrir hverja? 
Fyrir alla sem vilja ná tökum á Microsoft Word.

Námskeiðslýsing:

  • Inngangur (1 mín.)
  • Viðmótið (4 mín.)
  • Aðstoð í Word (2 mín.)
  • Stilla bendil og ósýnileg tákn (3 mín.)
  • Leturgerð (3 mín.)
  • Textaútlit (2 mín.)
  • Sniðpensill (4 mín.)
  • Áherslumerki (3 mín.)
  • Inndráttur og rammar (4 mín.)
  • Stílsnið (3 mín.)
  • Leita og breyta (3 mín.)
  • Lesa upp (dictate) (2 mín.)
  • Forsíða (3 mín.)
  • Setja inn mynd (3 mín.)
  • Vinna með myndir (7 mín.)
  • Síðulitur og rammar (2 mín.)
  • Töflur (tables) (3 mín.)
  • Form og tákn (3 mín.)
  • SmartArt (3 mín.)
  • Setja inn línurit (5 mín.)
  • Setja inn skjáskot (1 mín.)
  • Sækja atriði skjals (document item) og Wikipedia (3 mín.)
  • Hlekkir, bókamerki og millivísun (4 mín.)
  • Athugasemdir (comments) (2 mín.)
  • Rekja breytingar (track changes) (3 mín.)
  • Síðuhaus og síðufótur (4 mín.)
  • Textabox, Word Art og fleira (4 mín.)
  • Spássíur og uppsetning skjals (3 mín.)
  • Efnisyfirlit (3 mín.)
  • Póstsameining (mail merge) (4 mín.)
  • Leiðrétta stafsetningarvillur (2 mín.)
  • Samheitaorðabók og fleira (2 mín.)
  • Yfirlitsflipinn (2 mín.)
  • Nokkur ráð í lokin (3 mín.)
  • Samantekt (1 mín.)

Heildarlengd: 104 mín.

Verð:
24.000 kr.

Hagnýtar upplýsingar

  • TILBOÐ: Ef fimm MasterClass námskeið eru keypt saman, verð 99.000 kr. Sjá nánar hér.
  • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
  • Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
  • Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 90% af verði námskeiðs.
  • Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
  • Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.

 

Leiðbeinandi

Hermann Jónsson

Hermann Jónsson, kennslustjóri tæknináms Akademias, hefur starfað í tölvubransanum í fjölda ára, meðal annars sem framkvæmdastjóri hjá tölvuskólanum iSoft, tölvuskólanum NTV og sem fræðslustjóri Advania.
Hermann hefur margra ára reynslu sem kennari í upplýsingatæknigeiranum.

Hoobla - Systir Akademias