Lýsing námskeiðs & skráning

Stjórnun lykilverkefna og markmiðasetning með OKR

Á námskeiðinu er farið ofan í aðferðafræði OKR eða "Objectives & Key Results" sem hefur hjálpað fyrirtækjum á borð við Google, Amazon og Spotify að framkvæma stefnu með skýrum, sýnilegum og mælanlegum hætti.

Aðferðafræðin nýtur sívaxandi vinsælda og hentar fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum.

Verð:
24.000 kr.

Námskeiðslýsing:

 • Inngangur (24 mín.)
 • Okkar eigin markmið (21 mín.)
 • OKR flæða um fyrirtækið (26 mín.)
 • Afhverju OKR (25 mín.)
 • Vinnustofa (21 mín.)
 • Innleiðing OKR (22 mín.)

Heildarlengd: 139 mín.

Hagnýt atriði:

 • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
 • Lærðu á þínum hraða, hvar, eins oft og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil
 • Námskeiðið er einnig í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði. (sjá nánar)
 • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 90% af námskeiðsgjaldi. Vinnustaðir geta einnig sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð (óháð starfsmanni) inná www.attin.is
 • Vinnumálastofnun veitir jafnframt möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af námskeiðsgjaldi

 

Leiðbeinendur

Ólafur Örn Nielsen

Ólafur Örn Nielsen, aðstoðarforstjóri Opinna Kerfa. Hann hefur starfað við stjórnun og hugbúnaðarþróun í 15 ár, nú síðast sem framkvæmdastjóri Kolibri og þar áður hjá Form5, WOW air, Eddu útgáfu og Morgunblaðinu.

Hoobla - Systir Akademias