Microsoft hugbúnaður
Microsoft 365 2024
Á þessu námskeiði er mikilvægt að átta sig á því að hér er um grunnnámskeið að ræða í Microsoft 365.
Á þessu námskeiði er mikilvægt að átta sig á því að hér er um grunnnámskeið að ræða í Microsoft 365. Flestir þekkja Office pakkann sem inniheldur flest þau forrit sem Microsoft býður upp á en með Microsoft 365 höfum við aðgang líka að skýjaskrifstofunni okkar. Með henni er átt við öll þau forrit sem eru í boði, einnig í vefútgáfu eða online. Á skýjaskrifstofunni okkar höldum við utan um allt sem tilheyrir okkur, hugmyndafræðin er þannig að hægt sé að nálgast allt á einum stað og þú getur unnið allsstaðar, kemst alltaf í öll gögnin þín, eina sem þarf er netsamband.
Markmið námskeiðsins er m.a. að nemandi
Þekki Office forritin og skýið, hvernig notandi getur samhæft gögn á harðan disk og þekki Microsoft 365 forritið
Fyrir hverja?
Námskeiðið hentar öllum þeim sem eru að nota Microsoft 365 og vilja geta haft aðgang að allri sinni skýjaskrifstofu hvar sem er, hvenær sem er og unnið með gögnin sín ýmist í forriti eða í vefviðmóti.
Heildarlengd: 39 mínútur.
TILBOÐ í takmarkaðan tíma.
Árs áskrift af um 160 MasterClass námskeiðum Akademias. Verð: 99.000 kr. Sjá nánar hér.
Hermann Jónsson, kennslustjóri tæknináms Akademias, hefur starfað í tölvubransanum í fjölda ára, meðal annars sem framkvæmdastjóri hjá tölvuskólanum iSoft, tölvuskólanum NTV og sem fræðslustjóri Advania.
Hermann hefur margra ára reynslu sem kennari í upplýsingatæknigeiranum.