Lýsing námskeiðs og skráning

Microsoft 365 2024

Á þessu námskeiði er mikilvægt að átta sig á því að hér er um grunnnámskeið að ræða í Microsoft 365. Flestir þekkja Office pakkann sem inniheldur flest þau forrit sem Microsoft býður upp á en með Microsoft 365 höfum við aðgang líka að skýjaskrifstofunni okkar. Með henni er átt við öll þau forrit sem eru í boði, einnig í vefútgáfu eða online. Á skýjaskrifstofunni okkar höldum við utan um allt sem tilheyrir okkur, hugmyndafræðin er þannig að hægt sé að nálgast allt á einum stað og þú getur unnið allsstaðar, kemst alltaf í öll gögnin þín, eina sem þarf er netsamband.

Markmið námskeiðsins er m.a. að nemandi

  • Læri hvað Microsoft 365 er, kynni sér vel viðmótið sjálft og hvar hægt er að nálgast gögnin 
  • Þekki skýjageymslur, forrit og hvernig leitin virkar
  • Þekki Office forritin og skýið, hvernig notandi getur samhæft gögn á harðan disk og þekki Microsoft 365 forritið

     

Fyrir hverja?

Námskeiðið hentar öllum þeim sem eru að nota Microsoft 365 og vilja geta haft aðgang að allri sinni skýjaskrifstofu hvar sem er, hvenær sem er og unnið með gögnin sín ýmist í forriti eða í vefviðmóti.

Námskaflar og tími:

  • Inngangur - 1 mínúta.
  • Hvað er Microsoft 365 - 4 mínútur.
  • Viðmótið - 4 mínútur.
  • Gögnin mín - 6 mínútur.
  • Skýjageymslur - 4 mínútur.
  • Önnur forrit - 4 mínútur.
  • Leitin - 4 mínútur.
  • Office forritin og skýið - 4 mínútur.
  • Samhæfa gögn á harðan disk - 5 mínútur.
  • Microsoft 365 forritið - 1 mínúta.
  • Samantekt - 2 mínútur.

Heildarlengd: 39 mínútur.

Verð:
24.000 kr.

Hagnýtar upplýsingar

  • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
  • Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
  • Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 100% af verði námskeiðs.
  • Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
  • Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.

 

Leiðbeinandi

Hermann Jónsson

Hermann Jónsson, kennslustjóri tæknináms Akademias, hefur starfað í tölvubransanum í fjölda ára, meðal annars sem framkvæmdastjóri hjá tölvuskólanum iSoft, tölvuskólanum NTV og sem fræðslustjóri Advania.
Hermann hefur margra ára reynslu sem kennari í upplýsingatæknigeiranum.

Hoobla - Systir Akademias