Leiðtogar, samskipti og teymi
Verkefnastjórnun og skipulag
Verkefnastjórnun verður sífellt mikilvægari í fyrirtækjum og félögum. Það er þörf fyrir verkefnastjóra sem geta skilgreint, mótað, skipulagt og framkvæmt verkefni sem skila raunverulegum ávinningi. Það er gríðarleg sóun hjá fyrirtækjum fólgin í því að verkefni eru illa undirbúin og ekki vel stjórnað. Sóunin getur verið allt að 65% samkvæmt alþjóðlegum rannsóknum. Ný og betri nálgun á verkefnastjórnun er lykillinn að því að efla árangur verkefnastjórnunar.