Lýsing námskeiðs & skráning

Verkefnastjórnun og skipulag

Verkefnastjórnun verður sífellt mikilvægari í fyrirtækjum og félögum. Það er þörf fyrir verkefnastjóra sem geta skilgreint, mótað, skipulagt og framkvæmt verkefni sem skila raunverulegum ávinningi. Það er gríðarleg sóun hjá fyrirtækjum fólgin í því að verkefni eru illa undirbúin og ekki vel stjórnað. Sóunin getur verið allt að 65% samkvæmt alþjóðlegum rannsóknum. Ný og betri nálgun á verkefnastjórnun er lykillinn að því að efla árangur verkefnastjórnunar.

Námskeiðið fjallar um markvirkna verkefnastjórnun og áskoranir við að skilgreina og útfæra verkefni. Fjallað er um hlutverk verkefnastjóra í verkefnum sem snúast um skilvirkni og verkefnum sem snúast um framþróun. Þá er fjallað um verkefnastjórnunarrammann sem tæki til þess að fá heildarsýn yfir verkefnið.

Verð:
24.000 kr.

Námskeiðslýsing:

 • Kynning (1 mín.)
 • Skipulag og lærdómur (4 mín.)
 • Verkefni og verkefnastjórnun (5 mín.)
 • Áskorun og verkefnastjórnunarrammi (13 mín.)
 • Hæfni og þjálfun fyrir verkefni (8 mín.)
 • Verkefnastjórinn - Frá skilvirkni til framþróunar (9 mín.)
 • Markvirkur verkefnastjóri (3 mín.)

Heildarlengd: 43 mín.

Hagnýt atriði:

 • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
 • Lærðu á þínum hraða, hvar, eins oft og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil
 • Námskeiðið er einnig í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði. (sjá nánar)
 • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 90% af námskeiðsgjaldi. Vinnustaðir geta einnig sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð (óháð starfsmanni) inná www.attin.is
 • Vinnumálastofnun veitir jafnframt möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af námskeiðsgjaldi

 

Leiðbeinendur

Dr. Eyþór Ívar Jónsson

Dr. Eyþór Ívar Jónsson, er sérfræðingur á sviði stjórnunar og viðskiptafræða og einn reyndasti MBA kennari Norðurlandanna. Eyþór kennir námskeiðin miniMBA – Fjármál fyrirtækja, fjártækni og árangursstjórnun og Leiðtogi í fjármögnun og fjárfestingum hjá Akademias.

Hoobla - Systir Akademias