Lýsing námskeiðs og skráning

Verkefnastjórnun og skipulag

Verkefnastjórnun verður sífellt mikilvægari í fyrirtækjum og félögum. Þörf er fyrir verkefnastjóra sem geta skilgreint, mótað, skipulagt og framkvæmt verkefni sem skila raunverulegum ávinningi. Gríðarleg sóun er hjá fyrirtækjum, sóun sem felst í að verkefni eru illa undirbúin og ekki vel stjórnað. Samkvæmt alþjóðlegum rannsóknum getur sóunin verið allt að 65%!
Ný og betri nálgun á verkefnastjórnun er lykillinn að því að efla árangur verkefnastjórnunar.

Um hvað er námskeiðið?
Námskeiðið fjallar um markvirka verkefnastjórnun og áskoranir við að skilgreina og útfæra verkefni. Fjallað er um hlutverk verkefnastjóra í verkefnum sem snúast um skilvirkni og verkefnum sem snúast um framþróun. Einnig er fjallað um verkefnastjórnunarrammann sem tæki til að fá heildarsýn yfir verkefnið. 

Námskaflar og tími:

  • Kynning - 1 mínúta.
  • Skipulag og lærdómur - 4 mínútur.
  • Verkefni og verkefnastjórnun - 5 mínútur.
  • Áskorun og verkefnastjórnunarrammi - 13 mínútur.
  • Hæfni og þjálfun fyrir verkefni - 8 mínútur.
  • Verkefnastjórinn - Frá skilvirkni til framþróunar - 9 mínútur.
  • Markvirkur verkefnastjóri - 3 mínútur.

Heildarlengd: 43 mínútur.

Verð:
24.000 kr.

TILBOÐ: Áskrift að öllum yfir 120 MasterClass námskeiðum Akademias. Verð: 149.000 kr. Sjá nánar hér.

Hagnýtar upplýsingar

  • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
  • Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
  • Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 90% af verði námskeiðs.
  • Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
  • Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.

 

Leiðbeinandi

Dr. Eyþór Ívar Jónsson

Dr. Eyþór Ívar Jónsson, forseti Akademias, er sérfræðingur á sviði stjórnunar og viðskiptafræða og einn reyndasti MBA kennari Norðurlandanna.
Eyþór kennir námskeiðin miniMBA – Fjármál fyrirtækja, fjártækni og árangursstjórnun og Leiðtogi í fjármögnun og fjárfestingum, hjá Akademias.

Hoobla - Systir Akademias